Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Álftir og gæsir við Seljaland undir Eyjafjöllum.
Álftir og gæsir við Seljaland undir Eyjafjöllum.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. febrúar 2015

Tilkynnt um tjón á um 2.500 hektara lands vegna ágangs álfta og gæsa

Höfundur: smh
Nú liggur fyrir að á síðasta sumri og fram á haust skráðu og tilkynntu bændur um tjón á um 2.500 hektara lands, í um 200 tjónatilkynningum.
 
Í maí á síðasta ári hófu Bændasamtök Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið samstarf um vinnu við skipulegri kortlagningu á tjóni í ræktarlöndum bænda af völdum gæsa og álfta. 
 
Samstarfið kemur til í framhaldi af ályktun Búnaðarþings 2014, þar sem farið var fram á að safnað yrði frekari upplýsingum um tjón af þessum völdum. Á grundvelli þeirra gagna verði svo ákveðið hvort heimildarákvæði verði sett í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktarlöndum bænda.
 
„Þessir fuglar valda víða miklum skemmdum, en vantað hefur skipulega og áreiðanlega samantekt á eðli og umfangi þessa tjóns,“ segir Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Ákveðið var að nýta rafræna upplýsingagátt Bændasamtaka Íslands, Bændatorgið, til að ná til bænda og óska eftir skráningu á tjóni af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda. Rafræn tjónatilkynning í Bændatorginu gerði síðan kröfu um skráningu á spildum og stafrænum túnkortum í JÖRÐ.IS, www.jord.is, sem bændur eru vanir að nota við skýrsluhald í jarðrækt. Eins hefur verið kallaður saman vettvangur aðila til að vinna að þessu, en það eru, auk Bændasamtakanna og umhverfis- og auðlindaráðuneytis fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskólans.“
 
Hægt að skrá margvíslegar upplýsingar
 
Að sögn Jóns Geirs fór skráning bænda fram með rafrænum hætti, inn í sérútbúinn gagnagrunn sem var sérstaklega settur upp vegna verkefnisins. „Þar er rafrænt skráningarform þar sem bændur geta skipulega skráð tjón af völdum fuglanna á ræktunarlandi sínu og skráð ýmsa þætti tjónsins, svo sem hvar á landinu (spildur tengdar stafrænu túnkorti), hvaða fuglar ollu tjóni, umfang tjóns, hvaða forvarnir voru reyndar, hvenær ársins tjónið átti sér stað og fleira. Töluverð kynning fór fram í fyrra meðal bænda til að hvetja þá til að taka þátt í þessu á vegum Bændasamtakanna og búnaðarsambanda um allt land. Ágæt þátttaka var meðal bænda sem skráðu tjón í gagnagrunninn og sendu sumir einnig inn ljósmyndir af tjóninu. Úttektaraðilar búnaðarsambanda sáu síðan um úttektir í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar síðastliðið haust til að sannreyna skráðar upplýsingar frá bændum.
 
Þessi vinna lofar mjög góðu um að nú sé loksins komið gott form á að afla skipulegra upplýsinga um þennan ágang og reikna fram tjónið af hans völdum hjá einstökum bændum. Slíkar upplýsingar eru jafnframt forsenda þess að til geti orðið áætlun um aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir þetta tjón og/eða bæta það. Þar er eins áhugavert að leita í smiðju nágrannalanda eins og til Noregs eða Bretlandseyja, þar sem mikil reynsla og þekking er á ýmsum árangursríkum aðgerðum til að taka á þessum vanda.“
 
Bændatorgið hentar vel til skráningarinnar
 
„Svo virðist sem gagnagrunnur Bændasamtakanna henti vel til að skrá inn tjón af völdum fuglanna og megi nýta til framtíðar til að skrásetja skemmdirnar. Þetta var auðvitað fyrsta árið sem þetta var hægt og til þess að taka, að rafræna skráningin í gagnagrunninn opnaði ekki fyrr en í byrjun sumars. Nú er verið að vinna niðurstöður úr þeim gögnum sem bárust og Umhverfisstofnun og Bændasamtökin hafa yfirfarið.
Jafnframt er verið að skoða möguleika á að keyra saman þessar niðurstöður við aðra gagnagrunna, svo sem ýmis náttúrufarsgögn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands til að fá enn betri yfirsýn yfir tjónið og eðli þess. Þegar nákvæmar niðurstöður liggja fyrir er ætlunin að kynna þær rækilega fyrir bændum og öðrum. Ætla umhverfisyfirvöld og Bændasamtökin að halda opinn kynningarfund nú um miðjan mars til að kynna rækilega niðurstöður þessara fyrstu mælinga á þessu tjóni og ræða jafnframt hvernig best verði staðið að því að draga úr því.   
Verður fundurinn auglýstur hér í Bændablaðinu þegar nær dregur,“ segir Jón Geir.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...