Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Mynd / egh
Fréttir 15. mars 2022

Tollvernd getur stutt við íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands fundaði í fyrsta sinn á Búgreinaþingi 3. mars síðastliðinn. Á fundinum ræddu félagar deildarinnar helstu málefni greinarinnar.

Í stjórn deildarinnar voru kosin Guðmundur Svavarsson, formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að stofnuð hafi verið deild kjúklingabænda innan Bændasamtakanna verði Félag kjúklingabænda áfram til með starfsemi í algjöru lágmarki. „BÍ hefur tekið yfir allan daglegan rekstur og hagsmunagæslu fyrir búgreinina. Fram til þessa hafi það gengið mjög vel og félagsmenn bindi miklar vonir um góða samstöðu og aukinn slagkraft til framtíðar af hálfu BÍ, eftir breytingar á félagskerfinu. Hagsmunir allra bænda óháð búgrein fari saman og þeim sé best borgið innan BÍ.“

Samhljómur um tollavernd

Guðmundur segir að meðal þess sem rætt var á fundinum sé stefnu­mörkun fyrir Bændasamtök Íslands, samþykktir fyrir deild kjúklingabænda og tollvernd sem við teljum að geti stutt við íslenskan landbúnað.

„Við vorum sammála um að það hafi verið samhljómur í ávarpi formanns Bændasamtakanna og þess sem Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði sérstaklega hvað varðar tollamálin.“

Auka þarf menntun tengda alifuglabúskap

„Eitt af því sem við ræddum á þinginu er menntun í alifuglabúskap eða öllu heldur skortur á henni og við hvetjum eindregið til að vægi hennar verði aukið í menntun búfræðinga. Þá teljum við brýnt að Landbúnaðarháskólinn bjóði upp á námskeið sem nýst geta greininni,“ segir Guðmundur.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­­ar kjúklingabænda eru Jón Magnús Jónsson og Eydís Rós Eyglóardóttir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...