Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
TTIP-samningagerð mótmælt í Þýskalandi.
TTIP-samningagerð mótmælt í Þýskalandi.
Mynd / DW
Fréttir 9. maí 2016

TTIP-samningagerð mótmælt harðlega í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þúsundir manna úr hópi neytenda og umhverfisverndarsinna í Þýskalandi mótmæltu harðlega í síðustu viku fyrirhuguðum Atlantshafs-viðskipta- og fjárfestingasamningi (Trans-Atlantic Trade and Investment Partnership - TTIP). Einnig var mótmælt svokölluðum CETA samningi milli ESB og Kanada (Comprehensive Economic and Trade Agreement).
 
Þrettánda umferð TTIP-samningagerðarinnar hófst í New York á mánudag. Mikil leynd hefur hvílt yfir samningagerðinni samkvæmt frétt á vefsíðu Deutsche Welle (DW). Hafa fulltrúar löggjafarvaldsins aðeins fengið að sjá drög að þeim samningum sem unnið er að. Þá hafa þingmenn aðeins fengið að kíkja á gögnin í lokuðum herbergjum og er bannað að ræða um þá við sérfræðinga. Í Þýskalandi hefur Angela Merkel barist hart fyrir TTIP- og CETA-samningunum. Þá hefur hún varið af hörku þá leynd sem ríkt hefur við samningagerðina. 
 
Mótmælendur óttast að með þessum samningum eigi að færa fyrirtækjasamsteypum yfirþjóðlegt vald sem skaða muni hagsmuni almennings. Þannig eigi að færa fyrirtækjum vald sem sé æðra valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa almennings. Sömu áhyggjur hafa verið uppi varðandi TIP-samning 12 þjóða við Kyrrahaf. Forseti Bandaríkjanna hefur verið í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem hvatt hafa til samþykktar slíkra samninga. 
 
Mótmælin sem fram fóru síðastliðinn laugardag fóru fram skömmu fyrir komu Barack Obama  Bandaríkjaforseta, sem notaði ferðina líka til að hafa uppi áróður fyrir veru Breta í ESB. Nú styttist í að Bretar kjósi um BREXIT, sem snýst um það hvort landið gangi úr ESB eða ekki. Hefur áróðri Obama verið æði misjafnlega tekið í Bretlandi og þykir sumum Bretum það dæmi um freklega íhlutun Bandaríkjamanna í bresk innanríkismál. 
 
Mótmælin gegn TTIP eru ekki þau fyrstu sem fram fara í Þýskalandi. Í nóvember mótmæltu yfir 100 þúsund manns samningagerðinni á götum Berlínar. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...