Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Fréttir 18. júní 2020

Tuttugu og átta garðyrkjunemar útskrifuðust af sex brautum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning 28 nemenda af garð­yrkjubrautum Landbúnaðar­háskóla Íslands fór fram í Hvera­gerðiskirkju laugardaginn 30. maí 2020. Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum.

Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávarp.

Vel menntað fagfólk

Nemendum er óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að sjá þennan glæsilega hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi enda tækifærin mörg og rík þörf fyrir vel menntað fagfólk í greininni.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar brautarstjóra, á bassa.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs­menntanámsstjóra.

Útskrift af sex brautum

Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig. Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntuframleiðslubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx Garðyrkjuskólans að þessu sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkunnina 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...