Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Fréttir 18. júní 2020

Tuttugu og átta garðyrkjunemar útskrifuðust af sex brautum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning 28 nemenda af garð­yrkjubrautum Landbúnaðar­háskóla Íslands fór fram í Hvera­gerðiskirkju laugardaginn 30. maí 2020. Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum.

Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávarp.

Vel menntað fagfólk

Nemendum er óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að sjá þennan glæsilega hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi enda tækifærin mörg og rík þörf fyrir vel menntað fagfólk í greininni.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar brautarstjóra, á bassa.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs­menntanámsstjóra.

Útskrift af sex brautum

Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig. Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntuframleiðslubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx Garðyrkjuskólans að þessu sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkunnina 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum. 

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...