Tvö hótel úr timbri
Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um fjórtán hæða timburhús sem er verið að reisa í Bergen í Noregi. Húsið er stærsta timburhús í heimi sem hefur verið reist til þessa.
Gaman er frá því að segja að á Hnappavöllum í Öræfum er í byggingu hótel sem byggt er úr sams konar límtréseiningum og húsið í Bergen. Hótelið er samtals 120 herbergi og er fyrirhugað að opna það í vor.
Einnig stendur til að reisa annað hótel, með hundrað herbergjum, úr sams konar límtréseiningum við Mývatn. Fyrirhugað er að framkvæmdir þar hefjist næsta vor.