Umhverfismál og framtíð landbúnaðar til umræðu á afmælismálþingi Samtaka ungra bænda
Í tilefni áratugar afmælis Samtaka ungra bænda er efnt til málþings á Hótel Sögu á morgun, föstudag, undir yfirskriftinni Ungir bændur – búa um landið.
Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður samtakanna, segir að efni málþingsins sé í anda þeirrar stemningar sem var í kringum stofnfund samtakanna. Fyrir tíu árum hafi áherslan verið á sjálfbærnina, en nú sé reynt að varpa ljósi á loftslagsmálin og aðgerðir sem þarf að fara í.
Þá verði framtíð íslensks landbúnaðar til umræðu.
Dagskrá
13.00 - Setning
13.05 - Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson
13.25 - Saga og áherslur samtakanna í áratug
- Helgi Haukur Hauksson og Jóna Björg Hlöðversdóttir
13.40 - Ungir umhverfissinnar
- Pétur Halldórsson
14.00 - Landgræðslan
- Guðrún Schmidt
14.10 - Skógrækt
- Hlynur Gauti Sigurðsson
14.20 - Kaffihlé
14.30 - Landbúnaðarklasinn
- Finnbogi Magnússon
14.50 - Bændasamtök Íslands
- Guðrún Tryggvadóttir
15.10 - Stutt hlé
15.20 - Umræður í pallborði
með fyrirlesurum
15.45 - Slit málþingsins
- forsætisráðherra - Katrín Jakobsdóttir
Fundarstjórar eru Einar Freyr Elínarson og Hanna María Sigmundsdóttir.