Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 15. september 2016
Höfundur: ehg /landrugsavisen
Undanfarið hafa skapast heitar umræður í Danmörku milli fagfólks annars vegar og verslanakeðja hins vegar um heilnæmi eggja frá búrhænum og nú ber svo við að verslanarisinn REMA 1000 ásamt fleiri verslanakeðjum munu eingöngu selja egg frá lausagönguhænum frá og með 2018.
Þykja mörgum að verslanakeðjurnar hreinlega ásæki bændur með búrhænur og er fagfólk margt hvert hneykslað á umræðunni því ýmis vandamál geta fylgt rekstri með lausagönguhænur.
Fleiri greinar og fréttir hafa birst vegna þessarar umræðu í Danmörku upp á síðkastið og er nú svo komið að fagfólk kallar eftir upplýstari umræðu um muninn á því að halda búrhænur og lausagönguhænur. Nú hefur dagvöruverslunin þar í landi gefið út að eftir 2020 muni ekki verða mögulegt að kaupa egg búrhænsna í matvöruverslunum.
Varúðarráðstafanir mikilvægar
Landbrugsavisen skrifaði um málefnið á dögunum og vitnar í Jens Peter Christensen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sem er sérfræðingur í fiðurfjársjúkdómum. Jens segir skýrt að ekki sé hægt að tala um að ein framleiðsluaðferð sé betri en önnur; „Dýravelferð er ekki eingöngu sólarljós og rými heldur einnig varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóma og háa dánartíðni.“ Það er einmitt há dánartíðni sem er ein af áskorununum hjá framleiðendum með lausagönguhænur og einnig í lífrænni ræktun. Þegar hænurnar eru frjálsar er hætta á að þær komist í snertingu við rándýr og þar af leiðandi sníkjudýr sem er líklegra að geti gerst til dæmis í lífrænni ræktun en þegar um búrhænsni er að ræða. Að auki er sú tilhneiging að kroppa í hver aðra og jafnvel drepa þær veikustu í hópnum útbreitt vandamál í lausagöngu.
Þarf að upplýsa neytendur
Jens leggur enn fremur áherslu á að upplýsa þurfi neytendur sem vita ekki alltaf hvað hugtökin þýða eða hvernig hver og ein ræktun fer fram. Það sé ljóst að hærra verð fáist fyrir egg lausagönguhænsna og í lífrænni ræktun en að sú staðreynd megi ekki koma niður á vali neytenda.
Fréttir 22. nóvember 2024
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...
Fréttir 22. nóvember 2024
Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...
Fréttir 22. nóvember 2024
Lán að ekki fór verr
Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...
Fréttir 22. nóvember 2024
Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...
Fréttir 21. nóvember 2024
Ákvörðun felld úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...
Fréttir 21. nóvember 2024
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...
Fréttir 21. nóvember 2024
Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...
Fréttir 21. nóvember 2024
Undanþágan dæmd ólögmæt
Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...
15. nóvember 2024
Kosningar og hvað svo?
22. nóvember 2024
Fjósbygging reyndist örlagavaldur
18. nóvember 2022
Frágangur heyrúllufarms á tengivagni fyrir dóm
22. nóvember 2024
Fjölbreyttir vinnudagar
18. nóvember 2021