Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Fréttir 8. febrúar 2018

Umræðan einkennist af upphlaupum og upphrópunum sem eru hreint kjaftæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri er ómyrkur í máli um umræðuna um kolefnisbindingu í viðtali í Bændablaðinu í dag. Segir hann mikið talað um þessi mál en minna sé um framkvæmdir.

„Að mínu mati er þetta þvert á alla umræðu um loftslagsmál og yfirlýsingar um nauðsyn og skyldu okkar til að binda CO2 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Það er mikið talað um loftlagsmálin en lítið sem ekkert verið gert í að auka CO2 bindingu hér á landi, hvorki með skógrækt né öðru.

Tökum sem dæmi umræðuna um endurheimt votlendis sem hefur farið mjög hátt undanfarið. Framlög til málaflokksins sem fara í gegnum Landgræðsluna voru á síðasta ári 20 milljónir og ekki hægt að gera mikið fyrir þá upphæð.“

Endurheimt votlendis eða skógrækt

„Talsverð umræða hefur verið um hvort sé betra þegar kemur að bókhaldinu í sambandi við kolefnisjöfnun að endurheimta votlendi með því að fylla upp í skurði eða taka landið undir skógrækt.“
Þröstur segir að hann líti ekki svo á að þetta tvennt sé í samkeppni. „Hitt er svo annað mál að ég tel að umræðan þurfi að komast á skynsamlegri nótur en hún hefur stundum verið. Ef við ætlum að nota LULUCF flokkinn í loftslagssamningnum, það er að segja Landnotkun og breytingar á landnotkun og skógrækt, þá þarf að skapast um það rétt og eðlileg umræða, sem því miður hefur á köflum ekki verið.“

Stokkið á loftslagsmálin

„Umræðan hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Allir stökkva á eitthvað sem er í tísku en ekki hitt. Eiginlega klassísk íslensk umræða sem felst í kjaftagangi fram og til baka þar sem hinir og þessir, sem hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu, segja eitt og annað og talandi í kross, misskiljandi hver annan og stundum viljandi, sem sagt umræða sem er ekki að skila neinu og er hreint kjaftæði.

Kolefni í formi sitkagrenis og í formi mýrar í Svartagilshvammi í Haukadal. 

Staðan er sú að hugsanlega gæti skógrækt skilað betri árangri þegar kemur að kolefnisjöfnun en endurheimt votlendis, sem er þó hugsanlega ódýrari aðgerð, en við hreinlega vitum það ekki vegna þess að við höfum ekki samanburðinn.

Hins vegar er það mín skoðun að við eigum að nota allar mögulegar leiðir til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu, skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og breytingar á hvernig við notum land til beitar búfjár. Við eigum að vinna saman að þessu öllu,“ segir Þröstur.

–Sjá viðtal á blaðsíðu 24-25 og grein um framlög á fjárlögum blaðsiðu 26 í Bændablaðinu

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...