Umsagnirnar um innflutningsfrumvarp landbúnaðarráðherra aðgengilegar
Umagnarfrestur um frumvarp til laga um breytingu á lögum sem heimilar innflutning á hráu ófrystu kjöti, hráum eggjum, ógerilsneyddri mjólk og mjólkurvörum rann úr í gær. Umsagnirnar voru birtar um leið og frestur rann út og eru þær 70 talsins.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Skoða má umsagnirnar um málið í Samráðsgáttinni.