Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Í umsókn Matvælasjóðs felst algjör mótsögn við verndun viðkvæmra búfjárstofna á Íslandi en þar undir fellur einungis íslenska geitin sem hvergi annars staðar í heiminum er til hreinræktuð,“ segir Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
„Í umsókn Matvælasjóðs felst algjör mótsögn við verndun viðkvæmra búfjárstofna á Íslandi en þar undir fellur einungis íslenska geitin sem hvergi annars staðar í heiminum er til hreinræktuð,“ segir Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk höfnun. Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir í sjálfu sér ekkert um það að segja, sumir umsækjenda fengu styrki, aðrir ekki. Hún velti hins vegar fyrir sér umsögn sem fylgdi með höfnuninni og finnst að hún lýsi fádæma fordómum. Bjartsýni á að geitfjárrækt eigi sér framtíð á Íslandi hafi minnkað til muna eftir lestur umsagnarinnar.

Matvælasjóður var stofnaður á síðastliðnu ári og fór fyrsta úthlutun úr honum fram skömmu fyrir jól. Alls fengu 62 úthlutað úr sjóðnum og nam upphæðin sem til ráðstöfunar var 480 milljónum króna. Mun fleiri sóttu um, alls 266 umsóknir bárust um styrki upp á um 2,7 milljarða króna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. 

„Virðist lítill vilji til að læra að elda og nýta geitakjöt“

Anna María segir að hún hafi orðið steinhissa þegar hún las umsögn sem geitfjáræktandinn fékk með höfnun á umsókn sinni. Hún hljóðar svo:

„Hversu umhverfisvæn er ræktun geita? Geitur ganga hart að umhverfi sínu og þar sem íslensk náttúra á frekar undir högg að sækja þegar kemur að gróðurþekju og er á mörgum stöðum örfoka skýtur skökku við að ætla að stækka bústofn tegundar sem er ágeng á gróður. Einnig spyr maður sig af hverju vinsældir hafa ekki náð sér á strik á þessum 1000 árum, virðist lítill vilji vera fyrir því að læra að elda og nýta geitakjöt. Nú þegar eru bændur í vandræðum með að losa sig við lambakjöt, hví bæta annarri kjötafurð við.“

„Ég var afskaplega hissa þegar ég las þessa umsögn og mér þykir hún lýsa miklum fordómum, fáfræðin um geitur og hegðun þeirra er mikil,“ segir Anna María. Hún nefnir að geitur hafi flestar verið hér á landi í kringum árið 1930, þá um 3000 talsins. Á liðnu ári voru um 1500 geitur á Íslandi. Stórt skarð var höggvið í stofninn í kjölfar þess að riða kom upp í Skagafirði í fyrrahaust og lágu þá geitur í valnum ekki síður en sauðfé. 

Algjör mótsögn við verndun viðkvæmra búfjárstofna

„Geitur eru sjaldnast á afrétti hér á landi, þær eru hafðar innan girðinga á ræktuðu landi. Mér þykir frekar langsótt að kenna þessum 1500 geitum sem hér eru um uppblástur landsins,“ segir Anna María. Hún nefnir einnig að okkur Íslendingum beri samkvæmt alþjóðlegum samningum að viðhalda og forða frá útrýmingu stofnum líkt og íslenska geitin er. Ein leið sem bent hefur verið á og samþykkt af erfðanefnd landbúnaðarins sem fer með vörslu þeirra mála er að auka virði og afurðir geitanna. 

„Í umsókn Matvælasjóðs felst algjör mótsögn við verndun viðkvæmra búfjárstofna á Íslandi en þar undir fellur einungis íslenska geitin sem hvergi annars staðar í heiminum er til hreinræktuð,“ segir Anna María.

Ófaglegt að láta eina kjötafurð gjalda fyrir aðra

Hún segir það einnig reginfirru að enginn áhugi sér fyrir því að reyna fyrir sér með eldun á afurðum geitanna. 

„Það er einmitt mikill áhugi fyrir hendi að prófa það. Við stofnuðum vinnuhóp eftir síðasta aðalfund félagsins í því skyni að koma því máli áleiðis,“ segir hún. Bendir hún jafnframt á hversu ófaglegt það sé að láta eina kjötafurð, geitakjöt, gjalda fyrir aðra og vísar þar í umsögn frá Matvælasjóði um að bændur ættu nú þegar í vandræðum með að losa sig við lambakjöt og því þá að bæta annarri kjötafurð við. 

„Ég vona að stjórnarmenn Matvælasjóðs gæti betur að sér við næstu úthlutun, athugi til að mynda hvort sjóðurinn vinni jafnt fyrir alla matvælaframleiðendur,“ segir Anna María og spyr hvort það hafi ekki verið stefna sjóðsins. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...