Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undarlegar yfirlýsingar þingmanns
Fréttir 12. janúar 2015

Undarlegar yfirlýsingar þingmanns

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði nokkuð um landbúnaðinn í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar komu fram ýmsar rangfærslur sem Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir nauðsynlegt að leiðrétta.

Þingmaðurinn hélt því m.a. fram í útvarpsþættinum að hlutur landbúnaðar í landsframleiðslu hafi verið hálft til eitt prósent árið 2013. Sindri segir þetta ekki rétt því samkvæmt gögnum Hagstofunnar, hafi hlutur landbúnaðar verið 1,2%.

„Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins sama ár var 51,6 milljarðar króna. Framleiðsluverðmæti er án vörutengdra styrkja s.s. beingreiðslna. Það eru rúmar 140 milljónir á dag - alla daga ársins. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar starfa 4.700 við landbúnað. Rannsóknir benda til þess að með afleiddum störfum starfi meira en 12.000 manns við landbúnað eða tengdar greinar. Ekki er gott að segja að hvaðan þingmaðurinn fær þá tölu að 97% tekna sauðfjárbænda, eftir að búið er að greiða breytilega kostnað, komi af beingreiðslum. Enda vitnaði hann ekki til neinna heimilda í viðtalinu og var ekki spurður um þær. Í Hagreikningum landbúnaðarins sem Hagstofan tekur saman má hinsvegar sjá að af heildartekjum meðalsauðfjárbús koma 39.5% af beingreiðslum eða öðrum framleiðslustyrkjum. Sambærilegt hlutfall hjá meðalkúabúi er 31,2%.

Sérkennilegur málflutningur

„Það eru óneitanlega fréttir ef innlend matvælaframleiðsla er hætt að skipta máli," segir Sindri. „Þetta er í meira lagi sérkennilegur málflutningur hjá þingmanninum, enda eru orð hans hvorki í samræmi við opinbera stefnu Sjálfstæðisflokksins, né heldur stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þvert á móti eru í stjórnarsáttmálanum tillögur um að efla íslenskan landbúnað og matvælaframleiðsluna í heild."

Landbúnaðurinn skiptir sannarlega miklu máli

Sindri segir ennfremur að það hafi alltaf legið fyrir að íslenskur landbúnaður nyti stuðnings úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og mikils velvilja meðal almennings. „Stuðningurinn nýtist fyrst og fremst til að lækka verð til neytenda. Ef hans nyti ekki við þyrfti verð afurðanna einfaldlega að vera hærra. Það hefur tekist vel að halda því lágu miðað við að matvælaverð hérlendis er það lægsta á Norðurlöndum ef marka má kannanir Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat). Landbúnaðurinn skiptir því svo sannarlega miklu máli fyrir Íslendinga."

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...