Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra
Fréttir 8. október 2020

Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Samtök ungra bænda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. 

Í yfirlýsingingunni er vantrausti lýst á ráðherrra, vegna þess að af orðum hans megi ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á hans eigin málaflokki. 

Yfirlýsingin fer hér að neðan.

„Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristján Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. Landbúnaðarráðherra talaði þar niður til bænda með þeim hætti að vinna þeirra væri talin lífstíll og afkoma skipti litlu máli. Ber hann fyrir sig að það sé skoðun bænda en sýnir ekki skilning á að einmitt í því endurspeglast vandamálið, sem er að íslenskir bændur eru með hvað lökustu kjör innan OECD. Þar af leiðandi finna sig margir hverjir knúna til að sinna annarri vinnu utan bús til að framfleyta sér og sínum. Þannig líti atvinna þeirra sem bændur út fyrir að vera áhugamál og er það grafalvarlegt mál. Ungir bændur eru yfirleitt nýkomnir inn í stéttina með tilheyrandi skuldsetningu og er gríðarlega erfitt að ná endum saman ef að tekjur bænda eru ekki viðunandi.

Flestir velja sér starfsvettvang út frá áhugasviði og velja að mennta sig til að geta sinnt því starfi sem þeir kusu sér. Þeir sem kjósa að gerast bændur eru þar engin undantekning. Það þýðir alls ekki að starfið sé áhugamál, frekar en önnur störf.

Samtök ungra bænda lýsa hér með vantrausti á landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Af orðum hans má ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á sínum eigin málaflokki á ný og viðurkenningu á bágum kjörum bænda sem gerir hann varla starfi sínu vaxinn.

Samtökin skora á stjórnvöld að aðskilja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og gera þær breytingar sem þarf til að efla landbúnaðarráðuneytið. Það hefur sýnt sig fram að þessu að sjávarútvegur og landbúnaður fara ekki saman undir stjórn eins ráðherra. Eins og staðan er í dag er landbúnaðurinn einungis í einni skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu og því ber að breyta. Landbúnaðurinn er ein af grunnstoðum þjóðarinnar. Hann skapar fleiri þúsund störf ásamt því að halda byggð í landinu öllu.

-     Stjórn Samtaka ungra bænda“

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.