Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Formaður Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr­verandi forseta Íslands, í Fossselsskógi.
Formaður Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr­verandi forseta Íslands, í Fossselsskógi.
Fréttir 29. júní 2018

Unnið að uppbyggingu í Fossselsskógi og í Hjalla í Reykjadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga hefur í sinni umsjá tvö s­væði, Fossselsskóg, sem liggur vestan megin í Fljótsheiði við Skjálf­andafljót og Hjallaheiði, sem er í landi Hjalla í Reykjadal. Félagið hefur staðið fyrir þó nokkurri útplöntun á svæðunum á liðnum árum.
 
Aðalfundur skógræktarfélagsins var haldinn nýlega, en félagið var stofnað 19. apríl árið 1943 og eru innan þess starfandi alls fimm deildir, Skógræktarfélag Fnjóskdæla, Húsavíkur, Svalbarðsstrandar, Reykdælinga og Reykhverfinga. Félagafjöldi hefur staðið í stað undanfarin ár, en alls voru 213 félagar skráðir í lok ársins 2017. Formaður Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga er Agnes Þórunn Guðbergsdóttir. Aðrir í stjórn eru Hildigunnur Jónsdóttir ritari, Dagur Jóhannesson gjaldkeri, Ketill Tryggvason og Atli Jespersen meðstjórnendur.
 
Aðgengilegt útivistarsvæði fyrir almenning
 
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga tók helming af Fossselsskógi á leigu af Skógrækt ríkisins árið 1960 og allan skóginn 6 árum síðar, eða um 90 hektra lands. Mest hefur þar verið plantað af rauðgreni, lerki, blágreni og stafafuru. Agnes segir að markvisst hafi verið unnið að því að gera skóginn aðgengilegan sem útivistarsvæði fyrir almenning, en merktir göngustígar eru í skóginum og fræðsluskilti. Hin síðari ár hefur sífellt meira verið lagt upp úr grisjun og þá hafa jólatré verið tekin í skóginum til sölu. Þannig voru alls tekin 54 tré úr skóginum fyrir síðustu jól, einkum blágreni, en einnig rauðgreni og fjallaþinur.
 
Á liðnu ári bar það hæst í starfsemi félagsins að unnið var að undirbúningi aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á heimaslóðum Suður-Þingeyinga. Hér eru aðalfundargestir á ferðinni.
 
Ríflega 600 hektara svæði á heiðarlandi Hjalla
 
Skógræktarfélag Suður-Þingey­inga hefur frá árinu 1995 haft landsspildu úr landi Hjalla í Reykjadal á leigu frá ríkinu. Síðar var gengið frá leigusamningi á heiðarlandi Hjalla, alls 613 hektara stórt svæði. „Í framhaldi af því var okkur veitt leyfi til stofnunar lögbýlisins Hjallaheiði. Þar hefur verið plantað í um 90 hektara svæði samkvæmt samningi við Landgræðsluskóga og var því verki lokið árið 2014,“ segir Agnes, en á tímabilinu frá 2008 til 2015 var plantað í um 70 hektara svæði á vegum Norðurlandsskóga.
 
Markvisst hafi verið unnið að því að gera Fossselsskóg aðgengilegan sem útivistarsvæði fyrir almenning.
 
Gestgjafar aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
 
Á liðnu ári bar það hæst í starfsemi félagsins að unnið var að undirbúningi aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á heimaslóðum Suður-Þingeyinga, í Stórutjarnarskóla. Fundurinn var haldinn síðla í ágúst og sóttu hann á annað hundrað manns. Farið var um héraðið og hinir ýmsu staðir og skógar heimsóttir í vettvangsferð, en m.a. var Fræhöllin í Vaglaskógi skoðuð og þar veitinga notið. Fimm félagsmenn úr Skógræktarfélagi S-Þingeyinga voru heiðraðir fyrir störf í þágu skógræktar, þau Atli Vigfússon úr Skógræktarfélagi Reykhverfinga, Álfhildur Jónsdóttir, Skógræktarfélagi Fnjóskdæla, Dagur Jóhannesson, Indriði Ketilsson og Ólafur Eggertsson, Skógræktarfélagi Svalbarðsstrandar.
 
Í tilefni af aðalfundinum var ýmislegt fært til betri vegar í Fossselsskógi, bílastæði var stækkað við Geirasel, túnþökur lagðar og fánastöng reist, Geirasel var þrifið og málað, kamar klæddur og málaður, skilti máluð og ný skilti sett upp til upplýsingar um trjátegundir og svæði. Fjallaþinslundur og lindifurulundur voru grisjaðir og nýir viðarbekkir sem Lars Níelssen smíðaði voru settir upp.    
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...