Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hér sést álftahópur á flugi yfir 19 hektara akri bóndans í Eystra-Fíflholti. Var álftin búin að troða niður og eyðileggja um helming akursins. Á innfelldu myndinni eru tvö álftapör í Þykkvabæ. Annað með fimm og hitt með tvo unga.
Hér sést álftahópur á flugi yfir 19 hektara akri bóndans í Eystra-Fíflholti. Var álftin búin að troða niður og eyðileggja um helming akursins. Á innfelldu myndinni eru tvö álftapör í Þykkvabæ. Annað með fimm og hitt með tvo unga.
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2015

Uppgjöf í kornbændum vegna ágangs fugla

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þorsteinn Ólafur Markússon, bóndi á Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum, skammt frá Bergþórshvoli, segir að bændur séu nú flestir að gefast upp á kornræktinni vegna ágangs álfta og gæsa. 
 
„Ég er búinn að búa í Eystra-Fíflholti síðan árið 2000 og er sjálfur að hætta búskap, en aðallega sökum aldurs. Þarna höfum við verið með kornrækt, en ásókn álfta og gæsa er alltaf að aukast. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, fjöldi fuglanna er óskaplegur.
 
Menn hafa mikið verið að tala um ýmiss konar varnir til að fæla fuglinn frá ökrunum, en það er bara ekki að virka. Þegar við byrjuðum á þessu girtum við með blaktandi borða og vorum mikið á ferðinni á svæðinu með vélar. Það dugði í smá tíma, en svo koma fuglarnir einn og einn í akurinn og fjöldinn fylgir á eftir. 
 
Okkur var ráðlagt að sá alveg út á skurðbakka svo fuglinn gæti síður lent þegar farið er að spretta. Einnig að hafa skjólbelti meðfram ökrunum. Reynslan sýnir að það dugar bara ekkert.“
 
Gríðarlegur fjöldi fugla
 
Þorsteinn segir að þegar korn fær að standa lengi fram á haust, eins og nú, þá bælist akurinn stundum á einstaka stað og þar lendi álftin oft í stórum hópum. Fuglinn fari síðan yfir akurinn og bæli hann allan niður og við því sé ekkert að gera.  Ekki megi nota ráð sem gætu hugsanlega dugað til að fæla álftina frá, eins og að skjóta hana. Viðkoman í gæsa- og álftastofnunum hefur verið mjög mikil undanfarin ár. Ekki er óalgengt orðið að sjá álftapar með fjóra til sex unga. Fjöldi fugla sem leita í akrana á haustin er því orðinn gríðarlegur.  
 
Menn búnir að gefast upp
 
„Menn eru bara búnir að gefast upp og ég heyri varla af nokkrum í kringum mig sem ætlar að sá korni næsta vor. Sumir kúabændur sem nota hálm sem undirlag í sínum fjósum, eru þó neyddir til að sá. Fyrir þá er það ekki spurning um kornið heldur hálminn sem er orðinn dýrmætari fyrir þessa bændur en kornið sjálft.“
 
Segir Markús að til að fá ódýrari hálm, þá séu menn að hugsa um að sá sandreyr. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...