Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tölvuteikning af Líforkuverinu sem mun rísa í Dysnesi í Eyjafirði.
Tölvuteikning af Líforkuverinu sem mun rísa í Dysnesi í Eyjafirði.
Mynd / Axel Þórhallsson
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur um líforkuver sem áformað er að reisa á Dysnesi í Eyjafirði og getur tekið við þeim dýraleifum sem teljast til áhættuúrgangs.

Kristín Helga Schiöth ávarpar gesti á opnuninni á vef Líforkuvers, en athöfnin fór fram í Hofi á Akureyri. Mynd / Axel Þórhallsson

Sumarið 2022 féll dómur EFTA- dómstólsins þar sem fram kemur að fyrirkomulag á förgun dýraleifa á Íslandi sé ekki í samræmi við ákvæði EES-löggjafar. Aðeins er ein móttökustöð fyrir slíkan áhættuúrgang rekin á Íslandi, sem er brennslustöðin Kalka í Helguvík á Reykjanesi og annar ekki þörfinni á landsvísu fyrir allri förgun. Því hafa stjórnvöld ekki gert athugasemdir við að verulegur hluti dýrahræja sé urðaður. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, áminnti hins vegar stjórnvöld í lok júní síðastliðnum fyrir að hafa ekki aðhafst í málinu frá því að dómurinn féll.

Dýraleifum umbreytt í orkugjafa

Líforkuverið í Dysnesi verður ekki brennslustöð, heldur mun dýraleifunum verða umbreytt í orkugjafana kjötmjöl og fitu.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu í Dysnesi byrji á næsta ári og starfsemi verði hafin á árinu 2028, en verkefnið er unnið með stuðningi og aðkomu stjórnvalda.

Enn unnið að skipulagi söfnunar

Kristín Helga Schiöth er framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. og segir hún að starfsemi líforkuversins muni snúa að áhættumesta úrganginum (CAT1) fyrst og fremst ásamt hræjum sem falla undir CAT2. „Til einföldunar má segja að það efni sem í dag endar í svokölluðum hrægámum sveitarfélaga, eða er urðað heima á bæ, muni eiga sér farveg í líforkuverinu á Dysnesi, ásamt áhættuvef frá afurðastöðvum.

Áhersla verður áfram á að uppfylla skyldur Íslands gagnvart EES-samningnum þegar kemur að vinnslu og meðhöndlun áhættumesta efnisins og felur það meðal annars í sér að tekin séu heilasýni úr jórturdýrum og að skimað sé skipulega fyrir smitandi svampheilakvillum. Samkvæmt nýsamþykktri Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu þarf að vinna skipulag fyrir sýnatöku úr hræjum samhliða skipulagi söfnunar dýrahræja. Líforkuver ehf. hefur unnið tillögu að slíku söfnunarkerfi að finnsku og norsku fordæmi, og heldur vinna við útfærslu og framkvæmd slíks kerfis nú áfram í samvinnu við stjórnvöld.“

Engin söfnun á um helmingi landsins

Kristín útskýrir að eins og staðan sé í dag fari fram söfnun á dýraleifum á vegum sveitarfélaga á um helmingi landsins, en þar sem úrvinnslustöðvar séu engar er efnið keyrt til urðunar. „Þetta fyrirkomulag uppfyllir ekki skilyrði til meðhöndlunar áhættuúrgangs, þó að sveitarfélögin séu víða að gera sitt besta til að þjónusta bændur. Á hinum helmingi landsins fer ekki fram neins konar söfnun á dýraleifum og því ræður búseta bænda því hvaða þjónusta þeim býðst þegar kemur að afsetningu efnisins. Áhersla verður lögð á að samræmt söfnunarkerfi á landsvísu mæti bændum jafnt, óháð búsetu og fjarlægð frá vinnslustöð.

Matvælaráðherra opnaði vefinn og fundaði með forsvarsfólki Líforkuvers í vikunni.

„Það var bæði ánægjulegt og viðeigandi, enda málefni dýraleifa á ábyrgð matvælaráðherra og undirstrikar opnun vefsins áform stjórnvalda um að styrkja innviði sem stuðla að bættri vinnslu lífræns úrgangs. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis enda mun það draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands og mun stuðla að framleiðslu innlendra orkugjafa.

Á vefnum er flestum spurningum svarað er varðar líforkuverið, sögu verkefnisins og stöðu þess í dag, en einnig er þar hægt að finna svör við spurningum um sjálfa vinnsluna, staðsetningu, ásýnd og bakhjarla verkefnisins,“ segir Kristín.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...