Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Uppskeran frá Neðri-Brekku verður eingöngu notuð í framleiðslu á hliðarafurðum.
Uppskeran frá Neðri-Brekku verður eingöngu notuð í framleiðslu á hliðarafurðum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 27. september 2024

Uppskerubrestur hjá hvítlauksbændum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Uppskerubrestur blasir við hvítlauksbændunum í Neðri-Brekku í Dölunum.

„Fyrir ári síðan, þegar við plöntuðum út eftir vel heppnaða tilraunaræktun um sumarið, gerðum við samning við Banana um sölu á allri okkar uppskeru þetta haustið, sem við gerðum ráð fyrir að yrði um 3–4 tonn. Við metum þetta þannig að um 90 prósent afföll hafi verið úr ræktuninni í sumar,“ segir Haraldur Guðjónsson, hvítlausbóndi í Dölum.

Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson í Neðri-Brekku.
Mynd / smh
Mikið tjón

„Það eru nokkrir samhangandi þættir sem við höldum að hafi haft þessi áhrif,“ útskýrir Haraldur. „Fyrst og fremst er það náttúrlega veðrið sem var rosalega erfitt fyrir alla ræktun; kalt og blautt. Í raun voru mörg áföllin tengd veðri, sem kannski byrjaði í vetur þegar frostlyfting varð í jarðveginum sem varð til þess að grösin komu ekki upp af því að hvítlaukurinn var þá byrjaður að skjóta rótum. Svo höfum við grun um að útsæðið hafi ekki verið gott sem við fengum.“

Hann játar því að þetta sé mikið tjón enda mikil vinna verið lögð í ræktunina, til að gera hana sem best úr garði, og svo var talsverður kostnaður í kaupum á erlendu útsæði en þau Þórunn Ólafsdóttir, kona hans, gerðu tilraunir með ýmis yrki í sumar.

Eftir að hafa rætt málin við Banana er niðurstaðan því sú að enginn hvítlaukur fer á markað að þessu sinni frá Neðri-Brekku.

„Við munum ekki vera með neinn hvítlauk til sölu í verslunum í haust vegna lélegrar uppskeru. Í staðinn verður hann allur nýttur í gerð hvítlaukssalts og þróun annarra hliðarafurða hjá Matís, en við fengum styrki úr Matvælasjóði til að vinna hliðarafurðir úr okkar hvítlauk. Við höfum þegar framleitt hvítlaukssalt, sem er löngu uppselt og var mjög vel heppnað, og ætlum nú í nóvember að framleiða meira af því auk annarra afurða. Við tökum þessa litlu uppskeru okkar núna og setjum allt í þá framleiðslu,“ segir Haraldur.

Stækka ræktarlandið

Þau Haraldur og Þórunn eru ekki af baki dottin þrátt fyrir áfallið í sumar. „Við erum í raun að stækka ræktarlandið og erum að fá útsæði frá Suður-Frakklandi sem við heimsóttum í sumar.

Þannig að við ætlum að rækta á tveimur hekturum núna næsta árið en vorum með hálfan hektara undir nú síðast.

Við vorum að fá ný tæki sem við fengum styrk úr Uppbyggingarsjóði til að kaupa, annars vegar til að sá hvítlauksgeirum og hins vegar tæki til að brjóta hvítlaukinn upp og erum að prófa þau núna.“

Þau nota ræktunaraðferð sem kallast á ensku „cover crop“, en þá er sáð fyrir tilteknum fjölbreyttum þekjugróðri í beðunum eftir uppskerutímann til að vernda og auðga jarðveginn og er sá gróður nú vel sýnilegur.

Skylt efni: Hvítlaukur

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...