Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rotþrær við svínabú.
Rotþrær við svínabú.
Fréttir 24. júní 2020

Úrgangur frá fæðustöðvum mengar grunnvatn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með auknum verksmiðjubúskap færist sífellt í aukana að kjúkling­ar, svín og nautgripir hafa ekki aðgang að landi og dýrin alin upp í lokuðum húsum eða við fóðurstöðvar.

Heilbrigðisyfirvöld í Minnesota-ríki í Norður-Ameríku segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af úrgangi frá fæðustöðvum, feedloads, í ríkinu og víðar í Bandaríkjunum.

Í Minnesota er talið að yfir 3.000 vatnslindir séu alvarlega mengaðar og að vatnsgæði þeirra séu 85% yfir þeim mörkum sem eðlilegt þykir fyrir drykkjarvatn, sé litið til saurgerlamengunar og mengunar af völdum niturs og fosfór.

Nýsmíði rotþrór við fóðrunarstöð.

18.000 fæðustöðvar með safnþróm

Víða í Minnesota safnast upp mikið magn af búfjárskít í uppistöðulónum frá búfjárrækt og er nú svo komið að afrennsli frá lónunum er farið að menga grunnvatn með þeim afleiðingum að það verður ódrykkjarhæft. Samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda eru um 80 milljónir gripa í ríkinu, aðallega kjúklingar, svín og nautgripir, sem losa frá sér milljónir tonna af skít og menga bæði ár og vötn með nitri og fosfór. Um 18.000 fóðrunarstöðvar með safnþróm eru skráðar í ríkinu og er sú stærsta sögð hýsa um 125.000 kjúklinga á dag.

Heilbrigðisyfirvöld í Minnesota segja að aukin saurgerla-, nitur- og fosfórmengun í grunn- og drykkjarvatni haldist í hendur við fjölgun fæðustöðva í ríkinu. Einnig er bent á að notkun á tilbúnum niturríkum áburði hafi aukist samfara minni notkun á búfjáráburði við kornrækt.

Minna súrefnisflæði

Samkvæmt Alþjóða­heilbrigðis­stofnuninni getur niturmengað vatn valdið krabbameini og því sem kallast blue baby syndrom vegna minni súrefnisflæðis í blóði ungbarna.

Mikið magn niturs og fosfór veldur einnig auknum þörungablóma í ám og vötnum sem getur verið skaðlegt heilsu bæði manna og dýra.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...