Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Mynd / Robert Harson
Utan úr heimi 9. október 2024

Íslenskir hestar bjarga sanddyngjum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslenskir hestar leika lykilhlutverk í nýrri beitaráætlun á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.

Á Marchfeld-svæðinu, sem liggur milli Vínar og Bratislava, voru áður stór svæði þakin sanddyngjum. Skógrækt og akurlendi hafa þrengt að sandinum og aðeins örfá svæði standa eftir. Sanddyngjurnar eru heimili einstakrar flóru og dýralífs og má þar finna lífverur sem eru í útrýmingarhættu.

Í bænum Lassee, sem er á Marchfeld-svæðinu, hafa stjórnvöld sett af stað beitaráætlun í samstarfi við sérfræðinga frá verndarsvæðum og náttúruverndardeild Neðra- Austurríkis en verkefnið er fjár- magnað af einkafélaginu Blühendes Österreich - BILLA og Evrópusambandinu (ESB). Svæðin eru meðal annars beitt af íslenskum hestum frá hrossabúgarði sem rekin er af Petru Busam.

„Ef litið er yfir söguna þá voru það stór beitardýr sem færðu líffræðilegan fjölbreytileika til Marchfeld. Eftir að dregið hefur saman í beitarbúskap á svæðinu hafa mörg búsvæði ákveðinna lífvera og tegundir farið forgörðum. Hestabeit hjálpar til við að koma í veg fyrir ofvöxt runna og varðveita þannig fjölbreytileika á svæðinu. Ég er ánægð að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið með hrossunum mínum,“ segir Petra.

Samkvæmt Tobias Schernhammer, forstöðumanni verndarsvæðanna, skapar beitin opin svæði á jörðinni og hestaskíturinn tryggir líf fyrir um 500 tegundir af skordýrum. Beitarstjórnunin stuðlar einnig að fjölbreytileika flórunnar. Öfugt við slátt þá hreinsa hrossin eingöngu gras og stuðla þannig að lífvænlegu umhverfi tiltekinna blóma og jurta.

Skylt efni: Sanddyngjur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...