Örplast í skýjum
Örplast hefur nú fundist í skýjum samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af Waseda-háskólanum í Japan.
Sú staðreynd að örplastsagnir hafi fundist í skýjum eykur mengunarhættu á öllu því sem við borðum og drekkum til muna.
Í rannsókninni var regnvatni safnað við fjallstoppa Mt.Fuji (3.776 m) og Mt. Oyama (1.300 m) og það rann- sakað með myndgreiningartækni til að sjá hvort og þá hversu mikið af plasti það innihélt.
Mest innihélt regnvatnið 14 mismunandi agnir af örplasti í einum lítra vatns. Agnirnar voru frá 7 til 95 míkrómetri að stærð en til samanburðar er þykkt á hári manna að meðaltali um 80 míkrómetrar.
Mengun örplasts hefur fundist í nær öllum vistkerfum jarðarinnar en hingað til hefur lítið verið vitað um áhrif örplasts í veðrahvolfinu en það er það gufuhvolf jarðar sem er næst jörðinni og nær frá yfirborði jarðar upp í 10–17 km hæð. Talið er að örplastið geti haft áhrif á skýjamyndun.