Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Örplast í skýjum
Utan úr heimi 18. október 2023

Örplast í skýjum

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Örplast hefur nú fundist í skýjum samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af Waseda-háskólanum í Japan.

Sú staðreynd að örplastsagnir hafi fundist í skýjum eykur mengunarhættu á öllu því sem við borðum og drekkum til muna.

Í rannsókninni var regnvatni safnað við fjallstoppa Mt.Fuji (3.776 m) og Mt. Oyama (1.300 m) og það rann- sakað með myndgreiningartækni til að sjá hvort og þá hversu mikið af plasti það innihélt.

Mest innihélt regnvatnið 14 mismunandi agnir af örplasti í einum lítra vatns. Agnirnar voru frá 7 til 95 míkrómetri að stærð en til samanburðar er þykkt á hári manna að meðaltali um 80 míkrómetrar.

Mengun örplasts hefur fundist í nær öllum vistkerfum jarðarinnar en hingað til hefur lítið verið vitað um áhrif örplasts í veðrahvolfinu en það er það gufuhvolf jarðar sem er næst jörðinni og nær frá yfirborði jarðar upp í 10–17 km hæð. Talið er að örplastið geti haft áhrif á skýjamyndun.

Skylt efni: Japan

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...