Skortur á dýraeftirlitsmönnum
Eingöngu 2,5 prósent af 300.000 búum fengu eftirlitsheimsókn minnst einu sinni á árunum 2022 og 2023.
Á Englandi, Skotlandi og Wales er eingöngu einn dýraeftirlitsmaður fyrir hverja 878 bóndabæi. Af þeim búum sem fengu eftirlitsheimsókn reyndust 22 prósent ekki uppfylla kröfur um dýravelferð. Gefin var út kæra í einu prósenti tilfella þar sem kröfum var ekki fylgt. The Guardian greinir frá.
Gagnrýnendur benda á að þetta kerfi bregðist dýrunum og eru óhæfir umráðamenn dýra óáreittir. Lítið mál sé að setja umfangsmikið regluverk um velferð dýra en stjórnvöld þurfa að láta aðgerðir fylgja. Í Englandi, Skotlandi og Wales er dýraeftirlit á ábyrgð sveitarfélaga á meðan ríkið sér um þann málaflokk í Norður- Írlandi. Þar er einn eftirlitsmaður á hverja 62 bæi.