Upprunamerking eftirsótt
Evrópskur almenningur er tilbúinn til að borga meira fyrir matvæli með merki sem vottar tengingu við ákveðið hérað.
Neytendur eru einnig líklegri til að velja upprunamerktar vörur frá landsvæði sem þeir þekkja. Þetta kemur fram í nýjustu Eurobarometer skoðanakönnuninni.
Nýverið fékk franska vínhéraðið Corrèze staðfestingu á að stunda einstaka matvælaframleiðslu. Þar með hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið 3.500 matvælum þessa vottun. Framleiðendur þaðan fá heimild til að nota upprunamerkið þess til staðfestingar, að gefnum ströngum skilyrðum og vottun frá óháðum aðila.
Áður hafa matvæli eins og Feta ostur, ítalskar Parmaskinkur og sænskur vodki fengið upprunamerkingu.