Einangrunarstöð Nautís á Stóra-Ármóti.
Einangrunarstöð Nautís á Stóra-Ármóti.
Mynd / Sveinn Sigmundsson
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtals 13.200.000 krónur. Þar af voru sjö naut og þrjár kvígur.

Meðalverð nautanna voru 1.521.000 krónur og kvígnanna 851.000 krónur. Dýrasti gripurinn að þessu sinni var Litur 23405 sem seldist á 1.850.000 krónur án vsk., á meðan það naut sem seldist fyrir lægstu upphæðina var Móði 23409, sem fór á 1.301.000 krónur án vsk. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, segir áhugann hafa dreifst nokkuð jafnt, en flestir þátttakendur buðu í alla gripina.

Nautsfeðurnir norskir

Kynbótagripirnir sem stóðu til boða eiga rætur sínar að rekja til norsks kynbótasæðis sem var flutt hingað til lands. Allir gripirnir eru undan Laurens av Krogedal, fyrir utan Móða sem er undan Manitu av Høystad. Mæðurnar eru allar hreinræktaðar Angus-kýr sem komu hingað sem fósturvísar þegar innflutningur nýs erfðaefnis hófst árið 2017, eða afkomendur þeirra gripa.

Samkvæmt reglum útboðsins mátti hver þátttakandi eingöngu kaupa eitt naut og eina kvígu. Gripirnir dreifðust því á sjö bæi þar sem þrír aðilar keyptu bæði naut og kvígu. Sams konar útboð verður haldið næsta sumar þar sem kálfarnir sem fæddust í vor verða boðnir til kaups, en að þessu sinni báru kýrnar tíu nautum og ellefu kvígum. Kálfarnir eru settir í níu mánaða einangrun að hausti þar sem fylgst er grannt með hvort þeir beri með sér sjúkdóma.

Litur 23405 fór á 1.850.000 krónur, sem var hæsta verðið fyrir naut í þessu útboði. Nautís seldi kynbótagripi fyrir samtals 13,2 milljónir.

Kröfur Nautís strangar

Af þeim kálfum sem fæddust í fyrra heldur Nautís eftir þremur kvígum til að viðhalda sínum eigin stofni og hefur eitt af nautunum verið sent að nautastöðinni á Hesti. Þá hafi nokkrum gripum úr þessum árgangi verið fargað þar sem þeir uppfylltu ekki kröfur Nautís fyrir sölu. Sveinn nefnir að eitt naut hafi ekki verið með nógu góða fótstöðu á meðan annað var ekki með nógu gott skap.

Nautís er með 22 hreinræktaðar Angus-kýr og segir Sveinn stöðina fullsetna og að ekki sé hægt að ala upp fleiri naut í senn. Nautís á sæði úr fjórum norskum kynbótanautum sem verða notuð fyrir næsta árgang og telur Sveinn ekki ólíklegt að fluttir verði inn nýir fósturvísar á komandi vetri.

Sveinn segir að tekið sé sæði úr einhverjum nautanna sem fari svo í dreifingu til bænda í gegnum Nauta- stöðina á Hesti. Sæðingar séu að mati Sveins afar ódýr leið fyrir bændur til að nálgast nýja erfðaefnið. Of fáir holda- nautabændur nýti sér þær, en sæðingum fylgi nokkur vinna og þurfi bændur að vera með góða aðstöðu. Bændur séu greinilega spenntari fyrir að kaupa naut til að setja í hjarðirnar.

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...

Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...