Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar
Fréttir 15. apríl 2015

Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar.
Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). 
Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna.
ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur.
Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. 

Skylt efni: Matvara | CAP

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...