Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Við eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Fréttir 1. október 2019

Varað við salmonellusmiti í eggjum á Bretlandseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa sent frá sér viðvörun vegna hættu á salmonellusýkingu í eggjum. Viðvörunin kemur í framhaldi af eftirliti á meðferð eggja sem sýndi að reglur um hreinlæti og geymslu eggja voru brotnar á öllum stigum framleiðslu, pökkunar og sölu.

Síðastliðin þrjú ár hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar á Bretlandseyjum veikst alvarlega vegna salmonellu sem rakin er til neyslu á eggjum. Í framhaldi af þessu hóf eftirlitsstofnun, sem kallast Food Standards Agency, rannsókn á orsökum sýkinganna. Í ljós kom að meðferð á eggjun hvað varða hreinlæti, geymslu og flutning voru þverbrotnar á öllum stigum framleiðslunnar.

Misalvarleg tilfelli

Sýkingarnar sem um ræðir stafa af mismunandi stofnum salmonella og eru í flestum tilfellum skaðlitlar en geta valdið sýkingum í ófrískum konum, börnum og gamalmennum og þeim sem hafa skert ónæmiskerfi. Í alvarlegustu tilfellum hefur fundist stofn sem kallast Salmonella enteritidis og þykir einstaklega skæður og getur valdið alvarlegum sýkingum.

Samkvæmt því sem talsmaður eftirlitsstofnunarinnar sagði skipta reglugerðabrotin þúsundum og breytir þar engu hvort um er að ræða býli sem framleiddu egg, pökkunarstöðvar og kæla í verslunum. Víða væri pottur brotinn og nánast alls staðar væri hægt að gera betur til að tryggja gæði eggjanna.

Í öllum tilfellum voru eggin gæðavottur með stimpli breska ljónsins sem tryggja á gæði þeirra og hollustu.

Eftirliti víða ábótavant

Við nánara eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Samkvæmt samantekt stofnunar á Bretlandseyjum sem fjallar um heilsufar dýra segir að í einni af hverjum sex eftirlitsferðum undanfarin þrjú ár hafi verið gerð athugasemd vegna hreinlætis, aðbúnaðar dýra og gæða eggja á kjúklingabúum.

Bretar neyta um 1,3 milljarða eggja á ári og nánast öll eru framleidd innanlands og helmingur frá býlum sem vottuð eru með lausagönguhænur.

Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórnvöldum verður gripið til aðgerða til að stemma stigu við frekari útbreiðslu salmonellu og eftirlit með framleiðslunni hert. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...