Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Mynd / Hannes Hilmarsson
Fréttir 31. mars 2017

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði til aðstoðar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Þó nú virðist vor vera á næsta leiti hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum mikil snjókoma á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt 26. febrúar. Á sama tíma var lítill snjór miðað við árstíma víðast hvar annars staðar á landinu. 
 
Sökum mikils fannfergis brá Vegagerðin á það ráð að kalla til tæki og mannskap utan af landi til að flýta fyrir að hreinsa vegi og vegkanta.
 
Hannes Hilmarsson, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, á dráttarvél með snjóblásara framan á vélinni og hefur aðallega verið við snjómokstur á Holtavörðuheiði og á Ströndum undanfarin ár. Hann var á meðal þeirra sem tók þátt í „hvítagullsæðinu“ á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hannes setti traktorinn sinn á vörubíl og ók suður og byrjaði við suðurenda Hvalfjarðarganga. Á nóttunni alla síðustu viku var Hannes í að blása snjónum frá vegköntum út frá Reykjavík beggja vegna vegar ásamt fleiru. 

Skylt efni: snjómokstur

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...