Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Mynd / Hannes Hilmarsson
Fréttir 31. mars 2017

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði til aðstoðar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Þó nú virðist vor vera á næsta leiti hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum mikil snjókoma á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt 26. febrúar. Á sama tíma var lítill snjór miðað við árstíma víðast hvar annars staðar á landinu. 
 
Sökum mikils fannfergis brá Vegagerðin á það ráð að kalla til tæki og mannskap utan af landi til að flýta fyrir að hreinsa vegi og vegkanta.
 
Hannes Hilmarsson, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, á dráttarvél með snjóblásara framan á vélinni og hefur aðallega verið við snjómokstur á Holtavörðuheiði og á Ströndum undanfarin ár. Hann var á meðal þeirra sem tók þátt í „hvítagullsæðinu“ á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hannes setti traktorinn sinn á vörubíl og ók suður og byrjaði við suðurenda Hvalfjarðarganga. Á nóttunni alla síðustu viku var Hannes í að blása snjónum frá vegköntum út frá Reykjavík beggja vegna vegar ásamt fleiru. 

Skylt efni: snjómokstur

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.