Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu
Fréttir 2. júní 2015

Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 þúsund dollara til að fá að veiða svartan nashyrning í Namibíu en tegundin er sögð vera í bráðri útrýmingarhættu.

Hugmyndin að baki uppboðinu er með því að bjóða veiðileyfi á eldri einstaklinga af dýrategundum sé hægt að safna fé sem nota má til að vernda eftirlifandi dýr innan stofnsins.

Stjórnvöld í Namibíu afléttu nýlega veiðibanni á ljónum og hlébörðum í landinu og ætla að bjóða út leyfi til að veiða dýrin til að afla fjár.

Yfirvöld í Kamerún hafa einnig ákveðið að bjóða út veiðar á að minnsta kosti einum svörtum fíl úr stofni sem einungis finnst þar í landi og er í útrýmingarhættu.

Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt uppboð­unum harðlega og segja þau siðferðislega röng og peningarnir sem fást fyrir veiðileyfin ekki réttlæta drápin.

Verndunarsinnar benda á að veiðiþjófar höggvi djúp skörð í dýrastofna í útrýmingarhættu á hverju ári og nú bætist veiðimenn í hópinn sem kaupi sér hreina samvisku. 

Skylt efni: veiði | dýravernd | nashyrningar

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...