Vélaverkstæði Þóris mun þjónusta Valtra og Massey Ferguson
Gerður hefur verið nýr þjónustusamningur milli Aflvéla ehf. Búvéla ehf. og Vélaverkstæðis Þóris ehf. Samningurinn felur í sér að Vélaverkstæði Þóris ehf. mun áfram þjónusta Valtra og Massey Ferguson dráttarvélar.
Mikil reynsla og þekking hefur skapast í rúmlega 25 ára sögu í þjónustu Vélaverkstæðis Þóris á þessum merkjum. Samningurinn er þó víðtækari og verkstæðið annast einnig viðhald annarra vörumerkja sem Aflvélar og Búvélar eru umboðsaðilar fyrir. Þar má nefna Massey Ferguson heyvinnutæki, Pitbull liðléttinga, Bögballe áburðardreifara, Nc mykjutæki, Pronar vagna og tæki, AEBI Schmidt o.fl.
Þessa má geta að Valtra á 70 ára afmæli á þessu ári og í tilefni þess verður mikill viðburður á netinu á morgun, 16. apríl, þar sem frumsýndar verða nýjar vörur frá framleiðandanum.