Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil
Fréttir 29. desember 2015

Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðandi búfræðingar, útskriftar­nemar 2016, í Landbúnaðar­háskólanum á Hvanneyri, hafa látið framleiða Markaspil. Spil sem nemendur hafa spilað fyrir próf í eyrnamerkingum síðustu árin.

Hugmyndin að Markaspilinu kviknaði síðastliðið haust þegar búfræðingar voru að læra undir próf í markaheitum og eyrnamerkingum. Til að eiga auðveldara með að muna mörkin bjuggu nemendurnir sér til samstæðuspil og spiluðu það og gekk öllum vel á prófinu.

Nemendurnir sem standa að spilinu eru að ljúka öðru ári í búfræði og stefna flest á búskap. Í vor mun hópurinn halda í útskriftarferð til Lúxemborgar, Belgíu og Frakklands þar sem fræðst verður um verklag annarra þjóða. Með kaupum á spilinu styrkir fólk þessa ungu og flottu fulltrúa bændastéttarinnar.

Markaspilið er skemmtilegt samstæðuspil fyrir alla fjölskylduna, spilið er einfalt og er bæði fyrir unga sem aldna. Hægt er að spila það sem veiðimann, samstæðuspil og fleira. Markmið spilsins er að kenna eyrnamerkingar og markheiti á íslensku sauðfé og því skemmtilegt og flott framtak.

Sala á spilinu er hafin og ætti að vera skemmtileg gjöf á sveitaheimilum í bæjarfélögum og meðal borgarbarna.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/markaspilid eða á markaspilid@gmail.com

Skylt efni: Spil | búfræðingar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...