Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2024

Verðlækkun á áburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veruleg verðlækkun er á köfnun­ar­­efnisáburði á milli ára og talsverð lækkun á tví- og þrígildum tegundum, eftir miklar hækkanir á undanförnum árum.

Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.

Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að köfnunarefnisáburður hafi lækkað langmest af hefðbundnum áburðartegundum.

„Við gáfum okkar verðskrá fyrst út í desember og síðan hefur verð lækkað enn frekar. Nú er ljóst að 31 prósents lækkun er á köfnunarefnisáburðinum hjá okkur frá því í fyrra. Kalksalpeter-áburðurinn lækkar reyndar meira, eða um 42 prósent, en hann er hentugur þegar þörf er á köfnunarefni og kalki. Tví- og þrígildar tegundir lækka um 22 prósent,“ segir Elías.

Ánægjulegt að geta lækkað verð til bænda

Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi, segir að það sé afar ánægjulegt að geta lækkað áburðarverð til íslenskra bænda eftir þær miklu hækkanir sem þeir hafa þurft að takast á við á undanförnum árum.

„Köfnunarefnisáburðurinn lækkar um 30 prósent, tvígildar tegundir um 25 prósent og þrígildar tegundir um 21 prósent,“ segir Lúðvík.

Verðskrá Líflands birt í gær

Áburðarverðskrá Líflands fór í almenna birtingu í gær. Jóhannes Baldvin Jónsson segir að verðbreytingar á milli ára í algengum tegundum séu í grófum dráttum þannig að eingildur köfnunarefnisáburður lækki um rúm 29 prósent milli ára, tvígildur NP LÍF 24-5+Se lækki um rúm 25 prósent og flestar þrígildar áburðartegundir lækki um 20–22 prósent milli ára.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.