Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Mynd / smh
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð verkefnisstjórn til að fylgja henni eftir.

Verkefnastjórninni verður einnig falið að sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún ber einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar íslensks samfélags að loftslagsbreytingum, samkvæmt tilkynningu úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Árlega skal skýrslu skilað um framgang áætlunarinnar og hvort þær standist, auk þess sem á tveggja ára fresti skal fjalla um framgang aðlögunaraðgerðanna í skýrslunni. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 150 aðgerðum og loftslagstengdum verkefnum, en í fyrri áætlun voru þær 50. Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið sem snýr að samtali við atvinnulíf og sveitarfélag um loftslagsmál – sem sé undirstaða áframhaldandi árangurs.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti skilað 35–45 % samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Hjá verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 4. júlí 2027. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri fer fyrir nefndinni.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...