Verndun ræktanlegs lands
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun um að unnar verði viðmiðunarreglur um gott ræktanlegt land.
Farið er fram á að Skipulagsstofnun móti viðmiðunarreglur í samvinnu við þar til bæra aðila. Markvisst verði unnið að því á landsvísu í gegnum aðalskipulag sveitarfélaga að gott ræktanlegt land sé varðveitt.
Stjórn BÍ taki málið upp við Skipulagsstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga og óski eftir að settar verði viðmiðunarreglur um hvað teljist vera gott ræktanlegt land.