Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, kynntu nýja skýrslu um matvöruverð á Íslandi.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, kynntu nýja skýrslu um matvöruverð á Íslandi.
Mynd / TB
Fréttir 27. janúar 2016

Verslunin þarf að leggja meira af mörkum og lækka vöruverð

Lækkun gjalda, hagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar og lægra innkaupaverð hefur ekki skilað sér með eðlilegum hætti með lægra verði til neytenda, heldur hefur ágóðinn að mestu runnið til fyrirtækja í verslunarrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem Bændasamtök Íslands hafa gert á þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð á Íslandi og í Evrópu.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynnti skýrsluna á fréttamannafundi á veitingastaðnum Matur og drykkur í Reykjavík í vikunni. Þar sagði hann að umræða um verð á matvælum væri viðvarandi í íslensku samfélagi. Í þeirri umræðu hafi ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti og aðilar í verslunarrekstri og hagsmunasamtök meðal annars verið áberandi með sín sjónarmið.

„Bændasamtökin hafa fylgst vel með þessari umræðu, en þó án þess að blanda sér í hana með jafn ákveðnum hætti og ýmsir aðrir. Því þótti okkur tímabært að leggja okkar til umræðunnar og gera úttekt á þeim þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð á Íslandi og setja fram okkar afstöðu til þess sem þarf til svo lækka megi matvöruverð,“ sagði Sindri. Hann segir skýrsluna byggða á opinberum upplýsingum og efni sem hafi komið út á undanförnum árum og varði matvöruverð bæði hér á landi og í Evrópu.

Sindri segir að bændur hafi lagt sitt af mörkum við að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins þegar þeir tóku að miklu leyti á sig aukinn kostnað vegna gengisfalls krónunnar í stað þess að velta honum öllum út í verðlagið. Að hans mati hefur aukin hagræðing í landbúnaði einnig skilað árangri en það sé mikilvægt að bæði bændur og neytendur njóti góðs af þeim ágóða sem hún skilar til jafns við fyrirtæki í verslunarrekstri.

„Það er kominn tími til að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækkun gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þa´tta sem geta haft a´hrif a´ verðlag matvo¨ru til neytenda a´ I´slandi er ljo´st að hægt er að na´ betri a´rangri við að na´ niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvörumarkaði leggi líka sitt af mörkum.“

Styrking á gengi og breytingar á sköttum skilar ekki alltaf lægra verði
Í úttekt Bændasamtakanna eru niðurstöður skýrslu Samkeppnis­eftirlitsins um dagvörumarkaðinn, sem kom út í mars 2015, rifjaðar upp. Þar kemur fram að þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst frá ársbyrjun 2011 til 2014 hafi það ekki birst í smásöluverði. Einnig kemur fram að vísbendingar séu um að álagning innlendra birgja og dagvöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hafi því ekki skilað sér til neytenda.


Styrking á gengi krónunnar virðist ekki skila sér í lægra verði.
Heimild: Samkeppniseftirlitið.


Sama á við þegar fjallað er um lækkun opinberra gjalda sem virðast ekki skila sér að fullu til neytenda. Verðlagseftirlit ASÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að við breytingu á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015 hafi verð á raftækjum og byggingarvörum ekki lækkað í samræmi við lækkun gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heimsmarkaðsverð lækkaði.  Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi.

Matvælaverð á Íslandi og Evrópu
Í skýrslunni er fjallað almennt um matvælaverð á Íslandi og í Evrópu og samhengi launa og verðlags. Undanfarin ár hefur Ísland verið í 5.-7. sæti yfir þau lönd þar sem matvöruverð er hæst í Evrópu, 20-27% hærra en meðalverð í Evrópu. Matvöruverð er hæst í Noregi, 69% yfir meðalverði, en lægst í Makedóníu, 58% af meðalverði.

Aukin samkeppni á matvörumarkaði skilar lægra verði
Eftir því sem samkeppni á matvörumarkaði er meiri, bæði í vinnslu, dreifingu og smásölu, því lægra verði má búast við til neytenda. Innan Evrópu er mest samkeppni í smásölu á matvöru í Þýskalandi og þar er framlegð í matvöruverslun sú lægsta í Evrópu. Á sama tíma eru skýr merki um fákeppni á matvörumarkaði á Íslandi þar sem er arðsemi eigin fjár stærstu fyrirtækjanna er 35–40% samanborið við 11-13% í Bandaríkjunum og Evrópu.


Meðalarðsemi dagvöruverslana hér á landi er mjög mikil miðað við Bandaríkin og Evrópu. Heimild: Samkeppniseftirlitið. 

Opinber stuðningur við landbúnað fer minnkandi
Í skýrslunni er rifjað upp að opinber fjárframlög til landbúnaðarmála hafi lækkað verulega síðustu áratugi sem hlutfall af landsframleiðslu. Árið 1990 var opinber stuðningur við landbúnað, þ.e. beinir styrkir og tollvernd, 5% af VLF en árið 2013 var þetta hlutfall 1,1%, en meðaltalið í Evrópu­sambandinu var þá 0,8%. Á undanförnum áratug hefur náðst umtalsverður árangur í að hagræðingu í íslenskum landbúnaði. Þá tóku íslenskir bændur á sig aukinn kostnað vegna gengisfalls krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 með því að halda aftur af afurðaverðshækkunum.

Það er mögulegt að lækka matvöruverð
Í skýrslunni kemur fram að það sé hægt að ná fram árangri við að lækka verð á matvörum á Íslandi. Til þess að það sé hægt þurfi að tryggja aukna samkeppni a´ dagvo¨rumarkaði. Þar þurfi Samkeppniseftirlitið að beita se´r i´ auknum mæli með þeim u´rræðum sem stofnunin hefur. Þá þarf að tryggja að ágóði af breytingum á ýmsum gjöldum og álögum skili sér til neytenda. Sama á við um það þegar árangur næst í hagræðingu í landbúnaði – þá eigi neytendur og bændur að njóta hans en ekki einvörðungu fyrirtæki í verslunarrekstri.

Skýrslan er aðgengileg á pdf hér.

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...