Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hönnun Byggðastofnunar, sem sést hér að framanverðu, var í höndum Arkitektastofunnar Úti og inni ehf., ásamt VSB Verkfræðistofu, en samið var við byggingarverktakann Friðrik Jónsson ehf. um smíðina.
Hönnun Byggðastofnunar, sem sést hér að framanverðu, var í höndum Arkitektastofunnar Úti og inni ehf., ásamt VSB Verkfræðistofu, en samið var við byggingarverktakann Friðrik Jónsson ehf. um smíðina.
Fréttir 29. júní 2022

Veruleg lækkun á rekstrarkostnaði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt skilamatsskýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins, var að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, árið 2014, unnin frumathugun vegna húsnæðismála Byggðastofnunar

Hafði stofnunin verið flutt til Sauðárkróks árið 2001 og verið í leiguhúsnæði að Ártorgi 1 síðan. Kom athugunin til vegna þess að leigusamningur húsnæðisins var að renna út og auk hækkunar á húsaleigu þótti það húsnæði ekki henta stofnuninni lengur. Þarfagreining var unnin og var niðurstaða málsins að byggja skyldi 700 m2 húsnæði að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki.

Arkitektastofan Úti og inni ehf. og VSB Verkfræðistofa tóku að sér hönnunina og samið var við byggingarverktakann Friðrik Jónsson ehf. um smíðina. Að auki var haldin lokuð samkeppni án forvals um listskreytingu hússins í samráði við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Byggðastofnun og arkitekt hússins en tillaga Rósu Gísladóttur var þar hlutskörpust og kosin til útfærslu.

Almenn ánægja með húsnæðið, lausar starfsstöðvar og opin rými

„Við erum gríðarlega ánægð með húsið,“ segir Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar. 

Byggðastofnun tók í notkun nú- verandi merki sitt í byrjun árs 2014 og var hönnun þess í höndum Guðmundar Bernharðs Flosasonar, grafísks hönnuðar auglýsinga- stofu Hvíta hússins. Merkið vísar lauslega í útlínur Íslands, auk þess sem mislangir sólargeislar þess eru skírskotun til uppbyggingar sprotafyrirtækja sem eru komin mislangt í þróun sinni. Litur sólarinnar við sólarupprás er aðallitur merkisins og tengir þá við nýtt upphaf og bjartan dag sem er að renna upp.

„Það var sérstaklega byggt með þarfir Byggðastofnunar í huga, 30 starfsstöðvar í alls 1000 m2. Starfsmenn Byggðastofnunar eru í dag 25, þar af eru þrír aðilar ráðnir óstaðbundið. Á Sauðárkróki erum við því alla jafna um tuttugu manns. Hérna eru því lausar starfsstöðvar fyrir aðra aðila sem kjósa að vinna óstaðbundið um tíma undir verkefninu „Störf óháð staðsetningu“. Stofnunin hefur einmitt tekið saman yfirlit í mælaborði á heimasíðunni okkar yfir lausar starfsstöðvar víða um landið. Í mælaborðinu er hægt að skoða Íslandskortið, velja hvaða byggðarlag sem er, hvort og hvar lausar starfsstöðvar séu og hvernig aðstaðan sé á hverjum stað fyrir sig.

Þar er svo einnig að finna upplýsingar um hvernig kaffi- og fundaraðstaða sé, hvernig nettengingin er og þar fram eftir götunum.

Í nýja húsinu eru starfsstöðvar að mestu leyti í opnum rýmum, auk þess sem að hér er eitt stórt fundarrými, auk tveggja fundarherbergja að venjulegri stærð. Þrjú næðisrými eru í húsinu, en þar er aðstaða fyrir einn aðila til að sinna tímabundnum verkefnum sem þarfnast næðis eins og fjarfundum eða öðru. Á vinnustöðum þar sem opin rými eru allsráðandi er nauðsynlegt að hafa svona næðisrými til taks.

Á mælaborði vefsíðu Byggðastofnunar er að finna yfirlit yfir lausar starfsstöðvar hérlendis og hvort þar sé fundaraðstaða, nettenging o.s.frv.

Tæplega 800 milljóna heildarkostnaður og mun lægri rekstrarkostnaður

Heildarkostnaðurinn við bygginguna og það sem henni viðkom var tæplega 800 milljónir,“ heldur Arnar áfram, „en árlegur húsnæðiskostnaður Byggðastofnunar lækkaði við þessa breytingu. Kostnaðurinn við að vera hér í glænýju húsnæði er sem sagt lægri en þegar við leigðum í Ártorginu samkvæmt nýjum rekstrartölum, en byggingin var alfarið fjármögnuð af stofnuninni sjálfri og er því í eigu hennar.

Rafbílamenning

Fyrir utan húsið eru síðan tvær tengistöðvar fyrir rafbíla og mun þeim væntanlega fjölga á næstu árum, en eins og er starfa hér þrír eigendur rafbíla.

Stofnunin sjálf á þrjá bíla, einn þeirra er svokallaður hybrid en hinir nýta jarðefnaeldsneyti eingöngu enn sem komið er.

Ég geri ráð fyrir því að næst þegar stofnunin uppfærir bílaflotann verði það með rafmagnsbílum,“ segir Arnar að lokum. „Þannig við stefnum í þessa átt og sjáum fyrir okkur að fjölga rafstöðvunum hér hjá okkur fyrir utan.“

Skylt efni: Byggðastofnun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...