Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Mynd / ÁL
Fréttir 25. október 2022

Vestasta kúabú landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ekkert kúabú er vestar á landinu en það á Lambavatni. Þar býr Þorsteinn Gunnar Tryggvason með hátt í 30 mjólkandi kýr. Búskapur á afskekktum slóðum sem þessum hefur ýmsar áskoranir í för með sér, sérstaklega þegar framleidd er ferskvara eins og mjólk.

Þorsteinn á Lambavatni er síðasti kúabóndinn á stóru svæði.

Þar sem vetrarþjónusta á Skersfjalli, sem er heiðin sem skilur að Patreksfjörð og Rauðasand, er í algjöru lágmarki getur komið fyrir að mjólkurbíllinn komist ekki vegna færðar og veðurs. Ef of langur tími líður milli ferða getur Þorsteinn neyðst til að henda mjólkinni sem er í tankinum.

Lengi vel var hann í búskap með foreldrum sínum, sem bjuggu á Lambavatni fram á háan aldur. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina fengið fólk til liðs við sig í búskapinn, ýmist fjölskyldu eða vinnufólk. Bændum hefur fækkað í þessum landshluta undanfarna áratugi og er svo komið að hann er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Næstu starfandi kúabú er að finna á Barðaströnd, en síðan þarf að leita alla leið í Önundarfjörð og Reykhólasveit. Þorsteinn segist ekki geta svarað því af hverju þróunin hefur verið á þennan veg. Hann nefnir þó að ótryggar samgöngur gætu vel spilað þarna inn í.

Skylt efni: rauðasandur

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.