Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Viðbótartryggingar varðandi salmonellu
Fréttir 2. október 2019

Viðbótartryggingar varðandi salmonellu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Viðbótartryggingin þýðir að þessum matvælum skal alltaf fylgja vottorð sem byggja á salmonellu­rannsóknum og sýna að hún hafi ekki greinst. Í því felst að framleiðandi eða sendandi vörunnar taki sýni úr öllum sendingum á kjúklinga- og kalkúnakjöti, sem og úr eggjum. Ef varan er laus við salmonellu er gefið út vottorð þess efnis. Án slíks vottorðs verður innflutningur ekki heimilaður. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2020.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði íslenskum stjórnvöldum hinn 16. janúar síðastliðinn að setja umræddar viðbótartryggingar að undangenginni umsókn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hinn 4. júlí 2018.

Drög að reglugerðinni voru birt á Samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 4.–18. september en engar athugasemdir bárust.

Viðbótartryggingarnar eru unnar í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní síðastliðinn. 

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...