Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Mynd / Matís
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar á íslenskri grænmetisframleiðslu og byggir á grænmetisverkefnum sem þar hafa verið unnin á undanförum árum.

Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir. Þá er gerð grein fyrir möguleikum íslenskrar garðyrkju til framfara; nýtingu hliðarafurða og hámörkun gæða grænmetisins með bættri meðhöndlun við uppskeru og geymslu.

Grænmetisverkefni aðgengilegri

Grunnhugmynd bókarinnar er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Viðfangefnin spanna alla virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda.

Ólafur Reykdal
Sjálfstæð efnistök

Markmiðið er að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun.

Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Ólafur Reykdal heldur utan um útgáfuna hjá Matís og segir að efnistök hafi verið sjálfstæð út frá viðfangsefnum, en ekki bein afritun úr verkefnaskýrslum.

„Það er hægt að smella á hlekki í Grænmetisbókinni og nálgast ítarlegri umfjöllun úr skýrslum eða samantektum. Þannig hefur tekist að draga saman það sem fólk þarf á að halda. Efnið nær einnig til forvera Matís eins og fæðudeildar RALA. Í heimildalistanum er hægt að finna það efni sem hefur verið birt og notað á þessu sviði hjá Matís og forverum.

Umfjöllunin nær ekki til ræktunarinnar sjálfrar, til dæmis um yrki, áburðargjöf og fleira, sem er ekki viðfangsefni Matís,“ segir Ólafur.

Skylt efni: Matís | Grænmetisbókin

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...