Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Mynd / Ýlona M. Rybka
Fréttir 22. maí 2023

Viðræður um rekstur Herjólfs

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs.

Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað.

Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...