Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Mynd / Ýlona M. Rybka
Fréttir 22. maí 2023

Viðræður um rekstur Herjólfs

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs.

Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað.

Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...