Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Mynd / smh
Fréttir 20. apríl 2015

Víðtæk áhrif af verkfalli dýralækna, matvælafræðinga og líffræðinga

Höfundur: smh

Á miðnætti hófust verkföll hjá fjórum stéttarfélögum innan BHM og þar með eru dýralæknar, matvælafræðingar og líffræðingar hjá Matvælastofnun farnir í verkfall.

Áhrif verkfalls starfsmanna Matvælastofnunar eru víðtæk og nær til meira en helmings starfsmanna stofnunarinnar, en einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli.

Allt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða búfjárafurðir mun stöðvast, þar með talin mjólkurframleiðsla. Einnig eftirlit með heilbrigði, aðbúnaði og velferð dýra og áburði og fóðri. Eftirlit í sláturhúsi stöðvast og þar með kjötframleiðsla, auk út- og innflutnings lifandi dýra og dýraafurða. Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi og með plöntuheilbrigði stöðvast einnig.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kom fram að Reykjagarður hafi sótt um undanþágu til að fá að slátra og er vonast eftir að það skýrist í dag.

Skylt efni: Verkfall BHM

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...