Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í júní á síðasta ári tóku feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon nýtt nautahús í notkun á Litla-Kroppi í Borgarfirði. Þeir reka jafnframt kúabú á nágrannajörðinni Ásgarði. Á milli bæjanna eru þrír kílómetrar, en feðgarnir segjast spara vélakostnað með því að hafa skepnurnar í nágrenni við ræktunina á hvorum stað. Magnús er 64 ára og Eggert 38 ára.
Í júní á síðasta ári tóku feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon nýtt nautahús í notkun á Litla-Kroppi í Borgarfirði. Þeir reka jafnframt kúabú á nágrannajörðinni Ásgarði. Á milli bæjanna eru þrír kílómetrar, en feðgarnir segjast spara vélakostnað með því að hafa skepnurnar í nágrenni við ræktunina á hvorum stað. Magnús er 64 ára og Eggert 38 ára.
Mynd / ál
Viðtal 26. febrúar 2025

Byggðu nautahús til að rýmka um kýrnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon reka kúabú í Ásgarði í Borgarfirði ásamt fjölskyldum sínum.

Síðasta sumar reistu bændurnir stórt og nútímalegt nautahús á nágrannajörðinni Litla-Kroppi. Með þessu skapast aukið pláss fyrir mjólkurkýrnar og sjá feðgarnir fram á að ná auknum árangri í ræktun nautgripa til kjötframleiðslu.

„Þetta nýja hús er bæði betra fyrir nautgripina og fyrir okkur,“ segir Magnús. Hann segir að með aukinni velferð nautanna verði þau stærri og fallegri. „Ef maður fylgir reglugerð um velferð nautgripa þá líður þeim betur og það er betra fyrir alla.“

Skepnurnar sem næst ræktuninni

Í nautaeldishúsinu er pláss fyrir allt að 150 gripi, en þeir voru 90 þegar blaðamann bar að garði og eru bændurnir að fjölga þeim hægt og rólega. Þar eru eingöngu mjólkurkvígur í uppeldi og nautgripir ætlaðir í kjötframleiðslu, en geldar mjólkurkýr eru í fjósinu í Ásgarði. Mjólkandi kýr eru að jafnaði 60 á hverjum tíma.

Aðspurður af hverju þeir byggðu nautahúsið svo fjarri fjósinu, en á milli bygginganna eru þrír kílómetrar, segir Magnús: „Upp frá er sextíu hektara tún og þá þurfum við ekki að keyra heyið hingað niður eftir og skítnum aftur til baka. Það er minni olíu- og tækjakostnaður að hafa skepnurnar nær ræktuninni þó að við þurfum að skreppa upp eftir á litlum bíl til að gefa. Við þurfum hvort eð er að gera það af því að við erum með 200 kindur í fjárhúsum á Litla-Kroppi.“ Íbúðarhúsið sem fjölskylda Eggerts býr í er jafnframt steinsnar frá nýju útihúsunum.

Nautahúsið er stálgrind klædd með yleiningum. Helmingurinn af byggingakostnaðinum liggur í því sem er neðanjarðar, eða steyptum haugkjallara.

Helmingurinn í haughúsinu

Uppbygging nautahússins er sambærileg og í nýbyggingum af þessu tagi. Í miðjunni er breiður fóðurgangur og í öðrum endanum er opið gólfpláss þar sem hægt er að athafna sig á vélum. Hvort sínum megin við fóðurganginn eru stíur fyrir gripina.

„Þú setur nautin inn í annan endann og svo stækka þau og færast inn og fara út um endahurð og gripabíllinn getur bakkað að stalli,“ segir Magnús.

Um það bil helmingurinn í kostnaði hússins liggur í haughúsinu sem er undir því. Það er að mestu leyti úr forsteyptum einingum og er
tveggja og hálfs metra djúpt. Ofan á það kemur stálgrind og eru veggir og þak úr yleiningum. Húsið er 540 fermetrar.

Gripirnir hreinir og slæða ekki

Magnús bendir á að kyngreining sæðis muni auka nýtingu þeirra á húsinu enn fremur, en bændurnir stefna að því að sæða lakari kýrnar í fjósinu með kyngreindu sæði úr holdanautum og fá þar með fleiri nautkálfa. „Við gátum fjölgað mjólkurkúnum í fjósinu í Ásgarði með því að rýmka,“ segir Magnús. Smákálfar eru áfram í fjósinu í Ásgarði, en þegar þeir eru fjögurra til fimm mánaða eru þeir fluttir að Litla-Kroppi.

„Það er mjög auðvelt og þægilegt að gefa þarna. Ég get ekki séð annað en að gripirnir séu hreinir og slæði ekki heyinu undir sig,“ segir Magnús aðspurður um hvernig reynslan af notkun hússins hafi verið fyrstu mánuðina.

Skylt efni: nautgriparækt

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt