Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar að hefja útflutning. Mjög fáir hafa áhuga á að ala hrossin í Færeyjum og eru einungis hundrað einstaklingar eftir.

Heilsufrøðiliga starvsstovan, sem samsvarar til Matvælastofnunar, hefur verið falið að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar svo heimilt verði að flytja út hrossin. Þess er vænst að leggjast þurfi í mikla forvinnu og má ekki reikna með niðurstöðu á næstunni. Frá þessu greinir Kringvarp Føroya.

Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna þarf 1.000 hryssur til að geta fullyrt að stofninn sé ekki í hættu. Færeyski hesturinn hefur lifað í Færeyjum í hundruð ára. Hann er smágerðari en íslenski hesturinn, 120–132 sentimetrar á herðakamb, býr að fjölda litaafbrigða og er með fjórar gangtegundir, þar með talið tölt.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...