Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Mynd / James Baltz
Fréttir 31. júlí 2023

Vilja leyfa notkun á glýfosati

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun vera að vinna að endurupptöku á notkunarheimildum á efninu glýfosat í aðildarríkjum sínum. Umhverfisverndarsamtök fordæma ákvörðunina.

Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup. Álitamál hefur verið um hvort notkun þess geti verið hættuleg heilsu manna og mögulega valdið krabbameini. Á undanförnum árum hefur því verið hávær umræða um takmörkun og banna við notkun þess.

Nýlega birti Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) samantekt á niðurstöðum sínum um notkun þess í landbúnaði. Segir í þeim að áhrif notkunar glýfosats á heilsu manna, dýra og umhverfis valdi ekki áhyggjum. Umhverfisverndarsamtök mótmæltu áliti EFTA og saka stofnunina um að ganga erinda stórfyrirtækja í matvælaiðnaði. Samkvæmt fregn miðilsins Politico mun framkvæmdastjórnin á næstu vikum kynna álit sitt og hefja viðræður um leyfisveitingu efnisins. Talsmenn hagsmunasamtakanna Pesticide Action Network Europe hafa fordæmt framferði framkvæmdastjórnarinnar og kalla eftir að EFSA birti allar niðurstöður sínarogöllgögnsemliggjaþeimtil grundvallar áður en farið er að ræða leyfisveitingar. Þau segja niðurstöður framkvæmdastjórnarinnar „vandræðalegar“ og grafi undan rótgrónum skilningi á áhættu tengdum notkun á glýfosati. Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar segir hana starfa gagnsætt og hafi fylgt hefðbundinni málsmeðferð.

Búist er við að endanleg ákvörðun verði tekin í október.

Skylt efni: glýfosat

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...