Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vilja setja upp kornlager með varabirgðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / Nationen
Meirihluti norska þingsins fer þess nú á leit við ríkisstjórn landsins að leggja áherslu á málefni um að setja upp kornlager með varabirgðum árið 2019 til að mæta ófyrirséðum truflunum á innflutningi matvæla. 
 
Málið var tekið fyrir í atvinnunefnd þingsins í síðustu viku og segir formaður nefndarinnar, Geir Pollestad, að mikill meirihluti sé fyrir því í þinginu að byggja eigi upp eigin lager af matkorni í Noregi þar sem varabirgðir séu geymdar.
 
„Við biðjum ekki um að ríkisstjórnin íhugi þörf fyrir lager með varabirgðum heldur að kostnaðargreina verkefnið, hversu lengi við ætlum að hafa slíkan lager og aðra hagnýta hluti sem tengjast þessu,“ segir Geir í samtali við Nationen. 
 
Nils Kristen Sandtrøer hjá Verkamannaflokknum segir að flokkurinn leggi áherslu á málefnið vegna loftslagsbreytinga og almennra öryggisþátta. Loftslagsbreytingar leiði af sér meiri áskoranir fyrir kornrækt í landinu og að í nánustu framtíð verði meiri þurrkar á ákveðnum svæðum í heiminum þar sem í dag er stunduð mikil kornrækt. Þetta þýði að Noregur þurfi hagnýta og sterka stefnu sem skapi jafnframt störf og verðmætasköpun í landinu. 
 
Meirihluti þingsins leggur áherslu á að matvælaöryggi í Noregi sé tryggt með innlendri framleiðslu, verslun og að standa vörð um framleiðsluna. Framboð innan matvælageirans byggist bæði á innlendri framleiðslu og innflutningi sem verði einnig að vera hægt að viðhalda þegar kreppir að. Því snýst málið ekki um að loka á erlenda markaði því neytendur í Noregi séu háðir því að flytja inn mikilvæg matvæli, vélar og tæki. 
 

Skylt efni: Fæðuröryggi | Noregur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...