Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Villisvín í Evrópu eru í síauknum mæli farin að sækja inn í borgir í leit að æti.
Villisvín í Evrópu eru í síauknum mæli farin að sækja inn í borgir í leit að æti.
Fréttir 22. október 2019

Villisvín hrella borgarbúa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Villisvín eru víða um heim farin að sækja inn í borgir í fæðisleit, einnig eru dæmi um að þau syndi marga kílómetra í leit að fæðu. Asísk villisvín sjást reglulega á sundi yfir Malakkasund og villisvín í Evrópu lifa góðu lífi í úthverfum stórborga. 

Malakkasundið, sem liggur milli Malakkaskaga og Indónesíu í Suðaustur-Asíu, er ein fjölfarnasta skipaleið í heimi þrátt fyrir að það sé ekki nema nokkrir kílómetrar að breidd þar sem það er þrengst. Sjómenn sem stunda veiðar á sundinu segjast í auknum mæli farnir að sjá trýni á svínum á sundi bregða fyrir í sundinu. Á sama tíma kvarta bændur í Malasíu og á litlum eyjum í sundinu yfir auknum ágangi villisvína í fæðuleit á ökrum.

Sjósvín eða leynifarþegar

Svínin sem um ræðir eru talin vera frá Indónesíu og að þau hafi lagst til sunds til að komast í betra æti handan sundsins. Einnig er bent á að svínin hafi getað verið flutt eða komist sem leynifarþegar með skipum yfir sundið. Það sem styður helst kenninguna um að svínin hafi komist á eigin vegum sjóleiðina er að þau finnast helst Malasíumegin á svæðum þar sem sundið er þrengst og á eyjum eins og Besar þar á milli.

Sjómenn sem stunda veiðar á Malakkasundi segjast í auknum mæli farnir að sjá trýni á villisvínum á sundi bregða fyrir. 

Villisvínunum er þegar farið að fjölga talsvert á eyjum í sundinu og Malagaskaga þar sem þau hafa ekki þekkst áður.

Borgarsvín í ætisleit

Borgaryfirvöld í Barselóna á Spáni og öðrum borgum í Evrópu segja að villisvín í Evrópu séu í síauknum mæli farin að sækja inn í borgir og á manngerð svæði í leit að æti. Svínin, sem eru lyktnæm og aðallega í ætisleit eftir að fer að skyggja, eru annaðhvort eitt eða mörg saman á ferð og geta valdið talsverðan usla þegar þau velta við ruslatunnum og rótast á stöðum þar sem von er á æti. Þau eru einkar ágeng við veitingahús, stórverslanir þar sem ruslatunnur og ruslagámar geyma lífrænan úrgang.

Áætlaður fjöldi villisvína í Evrópu er talinn vera um tíu milljón dýr.

Sagt er að lögreglunni í Barselóna hafi borist vel yfir þúsund símtöl á síðasta ári frá íbúum sem voru að kvarta yfir villisvínum sem voru að rótast í görðum, ráðast á heimilishunda, stoppa umferð eða að ráðast á bíla. Villisvínin sækja inn í almenningsgarða, háskólasvæði og golfvelli þar sem þau gera fólki erfitt fyrir.
Tölur sýna að sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum borgum og bæjum víða um heim og að villisvínin eru sífellt að útvíkka helgunarsvæði sitt nær miðborgum stærri borga.

Öskuhaugar í Róm, Berlín, Houston í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Hong Kong eru einnig þekkt sem vinsælt fæðuleitarsvæði villisvína.

Manngert vandamál

Villisvín eru í dag hátt á lista margra landa yfir ágengar tegundir. Svín eru með afbrigðum lífseig og geta þrifist í margs konar umhverfi og þau eru einstaklega úrræðagóð. Þau eru einnig árásargjörn sé að þeim sótt.

Ein aðalástæða aukins ágangs villisvína er sögð vera aukin útbreiðsla borga og að gengið sé á náttúrulegt búsvæði dýranna.

Ekki er nóg með að svínin geti verið almenn plága og hættuleg þar sem þau fara um í ætisleit, því þau geta einnig borið með sér skæða sjúkdóma sem berast auðveldlega í menn, húsdýr og búfé. Í leit sinni að æti sækja svínin líka inn á varpsvæði fugla og éta bæði egg og unga.

Í Berlín hafa verið ráðnir til starfa sérstakir „stadtjäger“, eða götuveiðimenn, til að halda villi­svínum í skefjum í útjaðri borgarinnar en í Texasríki í Bandaríkjunum eru villisvín í útjaðri borga elt uppi á þyrlum og skotin á færi.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...