Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vindkæling er lúmskari en margan grunar
Fréttir 8. mars 2022

Vindkæling er lúmskari en margan grunar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Með hækkandi sól og lengri dagsbirtu er gaman að stunda ýmiss konar útivist. Allir hafa gaman af útiveru á góðum degi, sama hvort það er að vetri eða á sumrin, en á veturna þarf maður að vera vel og rétt klæddur.

Þegar horft er út um gluggann á degi sem lofar góðu til útivistar eru margir sem feilreikna vindinn og vindkælingu. Þó að hitamælir segi að úti sé -2 til +2 gráður þá þarf að reikna með vindkælingu við alla útivist, sama hver hún er. Skíðafólk klæðir sig almennt vel því oft er kalt annaðhvort í lyftunni á leið upp brekkuna eða þegar skíðað er niður. Oft finnst fólki skrítið að skíðasvæðin séu lokuð vegna vinds, en ef stöðugur vindur fer upp fyrir ákveðið marga metra á sekúndu er skíðasvæðum lokað, eða þau ekki opnuð. Það er oftar en ekki út af vindkælingu.

Í kulda þarf að reikna metra á sek. í kílómetrum

Til að átta sig á hvað vindkæling getur verið mikil þá er gott að vita hvað hraðinn sem maður er á er mikill hraði í metrum á sekúndu. Sé maður úti að skokka, á hestbaki eða á gönguskíðum er ekki óalgengt að maður sé á hraða sem er á bilinu 4-6 metrar á sek. Sé verið á tækjum eins og fjórhjólum þá er algengur hraði á þeim á bilinu 10 til 14 metrar á sek., en á vélsleða er ekki óalgengt að hraðinn sé á bilinu 18-26 metrar á sekúndu.

Ef hitinn er á bilinu +2 til -2 gráður er vindkælingin fyrir skokkarann, hestamanninn og gönguskíðamanninn þá á bilinu -3 til - 8 gráðu frost. Í sama hita á fjórhjóli er vindkælingin -5 til -11 gráður, en á vélsleðanum gæti hún verið allt að -13 gráðu frost. Því er ágætt að leggja á minnið vindkælingatöfluna á myndinni með þessari grein.

Ýmis ráð

Hingað til hafa Íslendingar almennt verið sagðir kunna að klæða sig gegn kulda og fyrir útivist á veturna, en alltaf koma sögur af hrakningum vegna kulda.

Það er mín persónulega skoðun að enginn fatnaður jafnist á við íslensk ullarföt, húfur, vettlinga og aðrar handprjónaðar flíkur.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég um upphituð undirföt sem ég prófaði frá framleiðanda í Bangladesh sem heitir Fieldsher. Nú er hægt að fá svona vettlinga með rafhlöðu sem heldur vettlingnum heitum/volgum frá 2 klukkutímum upp í 10 tíma á rafhlöðunni. Slíkir vettlingar voru fáanlegir fyrir áramót í Costco og kostaði parið um 16.000. Ég á svona par og hef prófað og þetta virkar fínt. Einnig er hægt að fá einnota hitapoka sem maður setur inn í vettlinga sem duga í allt að sex tíma og litla leppa fyrir tær sem maður límir neðan á sokkana áður en maður fer í skó (fæst í kassavís í Costco). Sjálfur er ég með hvort sína pakkninguna (fyrir hendur og tær) í vasanum á vinnuúlpunni allan veturinn.

Ýmis ráð til að verjast kulda

Ýmis ráð eru til við að verjast kulda, en einhver besti búnaður sem ég hef kynnst til að verjast fótakulda voru utanyfirskór sem ætlaður var starfsfólki í Bláfjöllum sem notaðir voru utan yfir hefðbundna gönguskó eða strigaskó. Aldrei varð manni kalt í þessum skóbúnaði þó að maður stæði klukkutímunum saman í miklu frosti (veit ekki hvar þessar „yfir-bomsur“ fást keyptar).

Fyrir þá sem eru mikið á fjórhjólum, vélsleðum eða mótorhjólum í útivist er hægt að kaupa sérstaka poka á stýrið sem hlífa höndunum fyrir vindkælingu (fæst m.a. í JHM-Sport Stór­höfða). Bremsuhandföngin og kúplings­handföng kæla mjög putta, en með því að setja ál-límband á handföngin eða bara venju­legt einangrunarband dregur það verulega úr puttakælingu. Oft er nefið svo kalt að mann verkjar í það, en með því að nota hælsærisplástur á nefið og jafnvel á kinnar er hægt að koma í veg fyrir kulda og kal. Klæðum okkur í takt við veður og njótum útiverunnar þó að úti sé kalt, með því að klæða okkur eftir veðri og vindum.

Skylt efni: vindkæling

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...