Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Búrfellslundur við Vaðöldu. Um 30 vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu við Vaðöldu, með uppsett afl um 120 MW.
Búrfellslundur við Vaðöldu. Um 30 vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu við Vaðöldu, með uppsett afl um 120 MW.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfellslund Landsvirkjunar.

Orkustofnun afgreiddi hinn 12. ágúst virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund, sem standa á við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra þar sem virðist ríkja jákvæðni gagnvart verkefninu.Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá tengisamningi við Landsnet og verið að leggja lokahönd á samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið. Hvort tveggja séu mikilvægir áfangar í undirbúningsferli virkjunarkostsins. Ef öll tilskilin leyfi fáist taki stjórn Landsvirkjunar endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið.

Hátt í þrjátíu vindmyllur

Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28-30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði. Uppsett afl verður um 120 MW. Landsvirkjun auglýsti útboð snemma þessa árs á vindmyllum fyrir Búrfellslund, með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið var, skv. tilkynningu Landsvirkjunar, farin til að styrkja líkurnar á að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026, eins og áætlanir geri ráð fyrir.

Landsvirkjun hefur ekki viljað gefa upp áætlaðan heildarkostnað við verkefnið þar sem það sé í útboðsferli.

Ekki allir á eitt sáttir

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur mótmælt vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að vindorkuverkinu. Hún telur stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Fleiri aðilar, t.d. Landvernd, kalla eftir skýru regluverki og umgjörð frá stjórnvöldum áður en gefið verði grænt ljós á vindmyllugarða.

Jafnframt hefur sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps sagt að Búrfellslundur, ef af verður, muni takmarka möguleika sveitarfélagsins til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...