Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Fréttir 16. september 2019

Vorfrost og hitabylgjur draga úr uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kenjótt veðurfar og umhleypingar í helstu vínræktarhéruðum Frakklands hafa dregið talsvert úr uppskeru vínþrúgna í sumar og er búist við um 12% samdrætti í ár miðað við meðaluppskeru undanfarinna ára í landinu.

Óvenjulegt veðurfar með vorfrosti og hitabylgjum eru að valda frönskum vínbændum búsifjum. Kuldar í vor og næturfrost á stórum vínræktarhéruðum í Frakklandi urðu þess valdandi að blómvísar vínviðarplöntunnar skemmdust og duttu af plöntunum. Annars staðar þar sem blómvísarnir lifðu af dró talsvert úr blómgun þeirra vegna kals.

Í framhaldi af vorfrostunum tóku við hitabylgjur þar sem hitinn fór yfir 40° Celsíus í suðurhéruðum landsins og plönturnar sviðnuðu illa í hitanum. Regn í ágúst dró víða nokkuð úr skemmdunum en olli meiri skemmdum annars staðar þar sem úrkoman breyttist í hagl, meðal annars í Beaujolais-héraði.

Veðurfræðingar í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku segja að hitastig í heiminum í júlí síðastliðnum sé það hæsta síðan mælingar hófust. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...