Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Fréttir 16. september 2019

Vorfrost og hitabylgjur draga úr uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kenjótt veðurfar og umhleypingar í helstu vínræktarhéruðum Frakklands hafa dregið talsvert úr uppskeru vínþrúgna í sumar og er búist við um 12% samdrætti í ár miðað við meðaluppskeru undanfarinna ára í landinu.

Óvenjulegt veðurfar með vorfrosti og hitabylgjum eru að valda frönskum vínbændum búsifjum. Kuldar í vor og næturfrost á stórum vínræktarhéruðum í Frakklandi urðu þess valdandi að blómvísar vínviðarplöntunnar skemmdust og duttu af plöntunum. Annars staðar þar sem blómvísarnir lifðu af dró talsvert úr blómgun þeirra vegna kals.

Í framhaldi af vorfrostunum tóku við hitabylgjur þar sem hitinn fór yfir 40° Celsíus í suðurhéruðum landsins og plönturnar sviðnuðu illa í hitanum. Regn í ágúst dró víða nokkuð úr skemmdunum en olli meiri skemmdum annars staðar þar sem úrkoman breyttist í hagl, meðal annars í Beaujolais-héraði.

Veðurfræðingar í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku segja að hitastig í heiminum í júlí síðastliðnum sé það hæsta síðan mælingar hófust. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...