Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vorverkunum fylgja ýmsar hættur
Mynd / BBL
Fréttir 17. maí 2017

Vorverkunum fylgja ýmsar hættur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Víða er sauðburður langt kominn með allri sinni gleði og göllum, annasamur og lýjandi oft á tíðum. Sauðburður er sá tími sem oft hefur einkennst af litlum eða óreglulegum svefni hjá mörgum. Einnig getur matartíminn verið bæði óreglulegur og oft ekki hollasti matur sem verið er að grípa jafnvel á hlaupum. 
Ég minnist þess sérstaklega vorið 1979, sem var afar erfitt á sauðburði á Norðurlandi. Þetta vor var ég í vinnu á sauðburði í Kelduhverfi og bóndasonurinn á næsta bæ var svo úrvinda af svefnleysi að hann sagði undir lok sauðburðar setningu sem gleymist seint:
 
„Mikið vildi ég að draumalandið væri mitt föðurland en ekki þetta ísakalda land.“
 
Hægt er að minnka þreytu aðeins með mjög einföldum hætti. Hávaði getur verið ótrúlega þreytandi. Í einum af þessum pistlum mínum sagði ég frá því að ég hafi mælt dB hávaða í nýlegum fjárhúsum rétt fyrir morgungjöf á sauðburði (hægt er að ná í smáforrit í síma sem mælir hávaða: leitarorð: decibel).
Hávaðinn mældist tiltörulega stöðugur á 105-107 dB. í nálægt 10 mínútur.  Í svona miklum hávaða er ekki ráðlegt að dvelja nema 2–7 mínútur án þess að hafa tappa í eyrunum eða eyrnahlífar. Því minni hávaði, því lengur helst úthaldið því hávaði er svo lýjandi.
 
Hollur matur gefur lengra úthald og svefn er nauðsynlegur
 
Óreglulegur matartími ruglar líkamann til lengdar og úthaldið minnkar, en með reglulegu og hollu fæði getur úthaldið enst vel í töluverðan tíma. Margir leitast til að fara að drekka óholla sykurmikla drykki og borða súkkulaði og kex, en margir sykurdrykkir gefa falska orku. Nær væri að hafa ávexti, harðfisk og þurrkaða áxexti sem viðbit og nammi þegar þörf er á mikilli og langri orku, en lítill biti af harðfiski er með meira af orku en margur orkudrykkurinn. 
 
Margir geta vakað mikið og þurfa ekki að sofa nema örstutt á hverjum sólarhring, en upp úr miðjum aldri þurfa flestir meiri svefn. 
 
Ein af hættunum við of lítinn svefn hjá þeim sem komnir eru yfir fertugt er jafnvægisskynið. Of lítill svefn getur ruglað svo mikið jafnvægisskynið að það getur tekið marga daga að ná því í rétt horf ef það ruglast á annað borð.
 
Svefnlaus maður er hættulegur bílstjóri
 
Eftir margar nætur og daga vakandi yfir óbornum og bornum ám á sauðburði er það hluti af daglegum verkum að bregða sér upp í dráttarvél eða bíl. Spurningin er þá hvort maður sé í standi til að stjórna ökutæki. 
 
Það er ekki að ástæðulausu sem bílstjórum á stórum bílum er bannað að aka lengur en í vissan tíma á sólarhring. Það er mat hvers og eins hvort hann sé hæfur til að aka, en viðkomandi þarf að muna að hann er ekki einn í umferðinni. 
 
Mörg umferðarslys hafa orðið vegna svefnleysis og langvarandi þreytu, fjarlægðarskynið er ekki rétt og sjón og viðbragð engan veginn að virka rétt hjá þeim sem þurfa hvíld og svefn.
 
Leiðrétting á síðasta pistli varðandi slys á reiðhjólum
 
Í síðasta pistli vitnaði ég í grein sem ég las á vefmiðlinum www.visir.is sem var röng. Í greininni hér sem var m.a. um reiðhjól, var skrifuð svona: 
 
„Nýlega var birt hjá Samgöngustofu slysaskýrsla frá árinu 2016, en þar kom meðal annars fram að hjólreiðamenn hefðu valdið 91 slysi þar sem ökumenn bifreiða hefðu slasast.“
 
Hið rétta er að alls voru skráð 91 slys, þar sem hjól komu á einhvern hátt við sögu og fólk slasaðist. Í 90 af tilfellunum var það hjólreiðafólkið sjálft, þar af var um þriðjungur börn undir 14 ára aldri sem duttu af hjólinu sínu af einni eða annarri ástæðu og umhyggjusamir foreldrar fóru með til athugunar á heilsugæslu eða slysavarðstofu.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...