Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kengúrur á Indlandi.
Kengúrur á Indlandi.
Mynd / deccanherald.com
Fréttir 15. júní 2022

Yfirgefnar kengúrur vekja furðu á Indlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var lögreglu í vesturhluta Bengal-ríkis á Indlandi tilkynnt um þrjár kengúrur sem væru að tefja umferð.

Eins og flestir vita eru kengúrur upprunnar í Ástralíu og því vakti talsverða furðu að þær skyldu finnast á umferðargötu á Indlandi.

Kengúrurnar þrjár eru sagðar varpa ljósi á sívaxandi vandamál á Indlandi og víðar um heim sem felst í ólöglegri verslun með villt dýr og ekki síst dýr í útrýmingarhættu.

Stöðutákn ósmekklegra meðaljóna

Talið er að kengúrunum hafi verið smyglað til Indlands með viðkomu í Nepal. Kengúrurnar voru mjög illa á sig komnar og vannærðar þegar tvær þeirra voru fluttar í dýragarð, þar sem þær munu dvelja í framtíðinni, en ein lést.

Líkt og víðar um heim eru framandi og sjaldgæf dýr og plöntur stöðutákn á Indlandi og vinsældir sem slík vaxandi meðal ósmekklegra nýríkra meðaljóna.
Samkvæmt opinberum tölum Traffic, stofnunar sem greinir ólöglega verslun með lífverur, lögðu tollayfirvöld á Indlandi hönd á yfir 70.000 framandi dýr af 84 mismunandi tegundum á árunum 2011 til 2020, sem smygla átti til landsins eða til annarra landa með viðkomu á Indlandi.

Ólögleg verslun með framandi og sjaldgæfar dýrategundir og plöntur er vaxandi vandamál um allan heim og hátt verð fæst fyrir lífverurnar og skiptir þá engu hvort um er að ræða sjaldgæfar skjaldbökur, páfagauka, lemúra, slöngur smáapa, orkideur eða kögurpálma.

Út á guð og gaddinn

Annað vandamál sem fylgir dýra- og plöntuversluninni er að þeir sem ásælast lífverurnar kunna sjaldnast að fara með þær né hafa viðeigandi aðstæður til að sinna þeim sem skyldi.

Dýrunum er líka iðulega sleppt út í náttúruna þar sem þeirra bíður ekkert annað en dauði. Einnig geta borist með lífverunum sjúkdómar og sníkjudýr sem ekki þekkjast í aðkomulandinu.

Skylt efni: kengúrur | Indland

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...