Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 27. september 2019

Yfirheyrslum lokið yfir Sveini og Þresti og beðið ákvörðunar um hvort ákært verði

Höfundur: smh
Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu á undan­förnum vikum voru bæði Sveinn Margeirs­son, fyrrverandi for­stjóri Matís, og Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, kærðir af Matvælastofnun í nóvember á síðasta ári vegna örslátrunar­verkefnis Matís. Yfirheyrslum er lokið og er nú beðið ákvörðunar lögreglustjóra á Norðurlandi vestra hvort ákæra verði gefin út.
 
Í lok september á síðasta ári stóð Matís fyrir tilraun á nýrri aðferð við heimaslátrun á lömbum (örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði og afurðirnar voru síðan seldar á bændamarkaði á Hofsósi. Matvælastofnun kærði Svein og Þröst vegna gruns um meint brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, að sauðfé hafi verið tekið til slátrunar á starfsstöð sem ekki hafi leyfi til slátrunar og afurðirnar settar á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. 
 
Viðurlög sektir eða fangelsi 
 
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umdæmi lögregl­unnar á Norður­landi vestra er yfir­heyrslum lokið og málið sé nú til skoðunar og yfirferðar hjá lögreglunni. Mun ákvörðun um framhald þess verða tekin eins fljótt og hægt er, en það er lögreglustjóri umdæmisins sem fer með ákæruvald í málinu. Brot gegn fyrrgreindum lögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar.
 
Þröstur var kallaður til skýrslutöku strax og kæra Matvælastofnunar kom fram í nóvember á síðasta ári. Sveinn var hins vegar kallaður til lögreglunnar á Blönduósi til yfirheyrslu nú síðsumars. Sveinn gekkst við ábyrgð í málinu í viðtali við Bændablaðið í ágúst, en tók jafnframt fram að hann hafi farið af stað með verkefnið í þeim tilgangi að sinna hlutverki Matís; að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi. 
 
Þröstur sagði, í viðtali við blaðið í lok ágúst, að hann teldi sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bænda­markaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött […] Þeim var full­kunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni,“ var haft eftir Þresti.

Skylt efni: örslátrun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...