Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirlýsing frá rektor og yfirstjórn LbhÍ
Fréttir 14. október 2015

Yfirlýsing frá rektor og yfirstjórn LbhÍ

Í tilefni skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands, sem birt var opinberlega 7. október 2015, vill Landbúnaðarháskólinn árétta sérstaklega eftirfarandi:

Stjórnendur LbhÍ hafa gripið til margháttaðra ráðstafana til þess að koma rekstri skólans inn fyrir ramma fjárheimilda. Telja verður að náðst hafi góður árangur í þeim efnum. Samkvæmt bókhaldi skólans skila fyrstu átta mánuðir yfirstandandi árs í afgangi miðað við samþykkta fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 20 m.kr. endurgreiðslu upp í skuld skólans við ríkisjóð.

Hluta undirliggjandi vanda skólans og þróun fjárveitinga til hans má rekja til þess að árið 2008, þegar skólinn var fluttur úr umsjá landbúnaðarráðuneytis til menntamálaráðuneytis, var ríkisframlagi til rekstrar hans deilt upp milli þessara tveggja ráðuneyta þar sem hið síðarnefnda þótti ekki hafa nægilega reynslu eða þekkingu á málefnum landbúnaðar. Sá alvarlegi hængur var hins vegar á þessari ráðstöfun að framlögin sem tengd voru landbúnaðarráðuneytinu –síðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti breyttust ekki í takti við verðlagsþróun eins og framlag menntamálaráðuneytis, þótt að í báðum tilvikum séu framlögin nýtt til að reka innviði og greiða laun fastra starfsmanna.

Framlag menntamálaráðuneytisins til skólans var árið 2008 um 724 m.kr. á núvirði en á fjárlögum 2015 er fastaframlagið um 649 m.kr. sem er rúmlega 10% samdráttur. Framlag Landbúnaðarráðuneytisins var árið 2008 um 237 m.kr. á núvirði en á fjárlögum 2015 er fastaframlagið hins vegar í raun 151 m.kr. sem jafngildir 36% samdrætti.

Það er fagnaðarefni að sá árangur hafi náðst í núverandi fjárlagafrumvarpi fyrir 2016 að nú fyrst síðan 2008 sé gert ráð fyrir að framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verði verðbætt. Það breytir þó ekki því að á þessum árum, sem liðið hafa óverðbætt, hefur framlagið 2015 rýrnað sem svarar um 70 m.kr. á núvirði. Það er ekki ásættanlegt að fjármögnun stofnunar af hálfu alþingis sé látin mótast af tilviljanakenndri rýrnun krónunnar og hækkandi kauplagi. Stjórnendur LbhÍ hafa ekki verið upplýstir um að þessi þróun sé hluti af yfirlýstri eða meðvitaðri stefnu Alþingis og að fjárveitingar til Landbúnaðarháskóla Íslands eigi að skera niður umfram aðra háskóla í landinu. Því er eðlilegt að því sé beint til Alþingis að framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verði uppfært miðað við verðmæti framlagsins árið 2008. Í skýrslu ríkisendurskoðunar 2012 kom fram að “Ef framlög til LbhÍ hefðu fylgt meðaltalshækkun íslenskra háskóla þá væri enginn rekstrarhalli á skólanum til staðar”. (Ríkisendurskoðun 2012: Skýrsla til alþingis: Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands bls. 14.)

Viðleitni stjórnenda LbhÍ til að ná tökum á rekstri stofnunarinnar við síminnkandi rekstrarframlög hefur verið faglega dýru verði keypt. Haustið 2008 voru starfsmenn 134 en eru nú 81 og hefur þeim því fækkað um 40%. Þetta þýðir að margar lykilstöður í fagdeildum og á stoðsviði eru nú ómannaðar. Þessi staða hefur hvergi verið sett fram sem hluti af markmiðum stjórnvalda í þróun þekkingarsköpunar og kennslu á verndun og nýtingu auðlinda á landi hérlendis.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...